Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 9

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 9
GARMURINN HANN GISSUR Rasmína: Nú, svo hann er enn einu sinni Rasmína: Hvert þykistu svosem vera aö faraf byrjaöur á þessu gamla bragöi sínu! Gissur: Ekki neitt, hugsa Rasmína: Ég skal kenna þér aö vera ekki ég. aö laumast ut um gluggana. Ég astla aö taka Rasmina: Það er álveg rétt fötin þín. til getiö. Rasmína: Úr því Gissur er hvort sem er ekki aö nota fötin sín, er bezt aö láta hreinsa þau á meðan. Gissur: Mér hefur dottið snjaílrœöi í hug, Kálli. Láttu sem þú vinnir í efnálaug og komdu hingað til að sœkja fötin min eftir klukkutíma. Bíddu svo eft- ir mér úti í bílnum. Rasmína: Hvað tekur þetta langan timaf Rasmína: Ertu viss um aö þetta sé rétta Maðurinn: Aðeins nokkra daga, frú. hiisiðf Þaö er búið að sækja fötin. Maöurinn: Jœja? Þetta hlýtur að vera ein- hver misskilningur. © 1957, King l'catures Syndicate, Inc., tyorld rights rcscrvcd. Maöurinn: Það hefur eitthvað komið fyrir. Jœja, þáð er víst eins gott að foröa sér. Ég kœri mig ekki um að vera liér, þegar ósköpin dynja yfir. Gissur ■ Jœja, liér er ég! En hvar Varöstjórinn: Hann var að snuðra i kringum húsið yðar, frú Rasmína: Hvað þessir innbrotsþjófar geta er Kalli? Rasmína. Og 11Ú þykist liann vera maðurinn yðar. veriö birœfnir nú á dögum. Maðurinn minn er uppi í svefnherberginu sínu. 8 VIKAN „LYGAKASSINN66 leysti morðgátuna eftir RICHARD HARRISON ETTA skeði í Skid Row. Skid Row er mesta glæpagata í borg vindanna, Chicago. Enginn er óhultur í þessari götu spill- ingarinnar og ólifnaðarins. May, tuttugu og tveggja ára gömul negrastúlka þekkti Skid Row vel. Hún var falleg og óspillt. En hún bar á sér hníf til von- ar og vara. Hún vissi, að í Skid Row er mönnum nauðsynlegt að bera á sér hníf, ef þeir á annað borð ætla sér að lifa. May gekk inn í skuggalegt húsasund, Þarna átti fjölskylda hennar heima í einu herbergi ásamt þremur öðrum fjölskyldum. 1 negrahverfinu í Chicago er 600,000 manns hrúgað saman í íbúð- um, sem ættu ekki að rúma meir en 60,000 manns. Þegar hún var í þann veginn að ganga inn í húsið, gekk mann- vera út úr skugganum og May fann tekið kröftulega um háls sér. En May var viðbragðsfljót. Viðbragðsflýtir hafði verið alinn upp í henni. Hún fór með hendina í vasann og dró upp hnífinn. Hún lyfti hnífnum og stakk honum á kaf í brjóst árásarmanns- ins. Hann sleppti henni, hóstaði og datt máttlaus á götuna. May leit í kringum sig. Hún sá í daufri skímunni frá götu- luktinni að þetta var hvítur maður. Hún var í miklum vanda stödd. Hún vissi, að jafnvel fjölskylda hennar myndi veigra sér við að vernda hana, þar sem þetta var hvítur maður. Hún heyrði hrópað bak við sig. Það heyrðist í lögreglubíl. Hún sneri sér við og ætlaði að flýja, en hljóp beit í fangið á lögregluþjóni. Hann dró hana með sér, þangað sem maðurinn lá. Annar lögregluþjónn beygði sig yfir manninn. ,,Rán. Hún réðist á mig,“ muldraði maðurinn. Síðan datt hann máttlaus niður — dauður. Næsta morgun var hún dregin fyrir lögreglustjórann. Hún var sökuð um morð á manninum. „Munduð þér vilja ganga undir lygaprufu?" spurði lögreglu- stjórinn hana. May kinnkaði kolli. Hún virtist örugg, en hið innra með sér var hún mjög kvíðin. „Ágætt. Takið hana burt.“ Lögreglukonan tók hana með sér inn í lítið herbergi á annarri hæð. Þetta var einkennilegt her- bergi, næstum eins og sjúkrastofa. Þarna var ,,lygakassinn,“ eða polygraf eins og hann heitir á fræðimáli. Ungur sálfræðingur sat við hliðina á tækinu. „Gjörið svo vel að setjast,“ sagði hann við stúlkuna. May settist. Lögreglukonan stóð kyrr við hlið hennar. „Verið nú rólegar." Stúlkan reyndi að láta líta út, sem hún væri róleg. „Þér verðið ekki beittar neinu ofbeldi og þetta er ekkert sárt,“ sagði hann um leið og hann batt gúmnaíslöngu utan um handlegg hennar. Síðan setti hann uppblásinn gúmmíbelg utan um brjóst hennar. „Nú ætla ég að blása upp þessar slöngur," sagði hann. „Slang- an utan um handlegginn, segir til um breytingar á hjartslætti og blóðþrýstingi, en hin utan um brjóstið, gefur til kynna breyt- ingar á andardrætti." „Lítið á þetta spjald,“ sagði hann og benti á lítið spjald. „Þrír litlir pennar rita á spjaldið allar breytingar. Þá skulum við byrja.“ Hann brosti til stúlkunnar sem reyndi að brosa á móti. Síðan hleypti hann lofti í hringina. „Nú eigið þér að svara öllu því, sem ég spyr yður um. Og þér verið að segja sannleikann.“ Sál- fræðingurinn setti tækið í gang og spjaldið fór af stað. I fyrstu hreyfðust pennarnir ótt fram og til baka. Hann byrjaði á því að spyrja hana um ýmislegt varðandi heimili hennar. Smám saman varð hún rólegri. Pennarnir fóru að sýna reglulegar linur. Hann spurði hana rólega: „Þekktuð þér þennan náunga sem þér drápuð?“ Hún kinkaði kolli. „Ég hef þekkt hann frá því ég var krakki. Þessi ungi maður œtlaði aö freista þess að Ijúga í lýgakgssann, en ósjálfráðu viðbrögðin í líkama hans komu upp um hann. Hann er ræfill og eiturlyfjaneytandi.“ „Hræddar við hann?“ May kinkaði aftur kolli. „Hann var næstum því búinn að drepa Jo.“ Sálfræðingurinn hélt spurningum áfram í næstum tvo tímá. „Hversvegna berið þér hníf á yður?“ Sumar spurningamar voru alveg út í hött en aðrar skiptu miklu máli. Þannig skaUt hann ýmsum mikilvægum spurningum inn öðru hverju. Að lokum kinkaði hann kolli til lögreglukonunnar. „Þetta er nóg.“ Slöngurnar voru teknar og May var tekin burt. „Að mínu áliti er hér ekki um morð að yfirlögðu ráði að ræða,“ sagði sálfræðingurinn. „Þar að auki eru engin vitni. Eg 1 held að hún sé að segja sannleikann.“ May var sýknuð. Enda þótt lygaprufan sé ekki fullnægjandi, er farið að nota hana mikið í Bandaríkjunum og Bretlandi. Maður einn í Eng- 1 landi, sem hafði verið dæmdur í fangelsi í fjögur ár, bauðst til I þess að ganga undir lygaprufu, þegar hann var látinn laus. Hann I hafði verið sakaður um þátttöku í þjófnaði í Glasgow. í Hann hafði verið sakaður um að hafa haldið vörð, meðan hinir voru inni að stela. Hann neitaði þessu, og sagðist aðeins hafa mætt mönnunum úti á götunni, eftir að þjófnaðurinn hafði | verið framin. Og þjófamir sögðu, að hann hefði verið í vitorð. með þeim. Hann kvaðst vera saklaus, en þrátt fyrir það var hann dæmd- ur í fangelsi. Hann var látinn laus eftir tvö og hálft ár, vegna góðrar framkomu. En hann var staðráðinn í að sanna sakleysi sitt. Hann ákvað að ganga undir lygaprufuna. Slöngurnar voru settar um handlegg hans og brjóst og byrj- að var að spyrja hann spjörunum úr. Að lokum kom ör- lagaspurningin: „Voruð þér nokkuð riðinn við þjófnaðinn ?“ „Nei,“ svaraði hann án þess að hika — og engin breyting varð á tækinu. Hvort sem maðurinn hefur sagt sannleikann eða ekki, er það víst, að „lygakassinn“ er orðið mjög mikilvægt tæki í þjónustu lögreglunnar. Eitt er víst, að „kassinn" lýgur ekki. Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að VIKUNNI Nafn ..... Heimilisfang Til Heimilisblaðsins VIKUNNAR H.F., Reykjavfk. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.