Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 4

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 4
ALAN L E MAY 19 JFyrirheitna Smndið Comanchaindíánar setjast um bæ Henrys Edwards, drepa hann, Mörtu konu hans, syni þeirra tvo og Lucy, dóttur þeirra, en hafa Debbie litlu, sem er á tíunda ári, á brott með sér. Þeir Amos Pauley, bróðir Henrys og- Mart Pauley, fóstursonur hans, hefja leitina að telpunni, sem þeir þykjast sannfærðir um að sé á lífi. Þeir Ieita í mörg ár meðál indíánanna, en koma öðru hverju heim til að sækja sér vistir, og staldra þá við hjá nágrönnum sfnum, Mathisonfólkinu. Laurie Mathison reynir alitaf að fá Mart til að vera kyrran og hætta Ieitinni, en hann er hrædd- ur við skapofsann í Amosi, heldur að hann kunni að ráðast á morðingja fjölskyldu sinnar, ef hann finni þá, án þess að hugsa um það hvemig fara muni fyrir hvitum fanga sem þeir hafa i haldi. Og hann er staðráðinn í að láta ekkert illt koma fyrir Debbie litlu, ef þeir finna hana. Þeir eltast lengi við indiánahöfðingjann Blómið, sem hefur hvita stúlku í haldi, en það reynist ekki vera Debbie. Loks gefa þeir upp alla von og halda heim á bæ Mathisons, þar sem þeir eiga að mæta við réttarhöld út af hvarfi kaupmanns nokkurs, en þá fá þeir enn einu sinni fréttir af því að Debbie muni vera á lífi og í haldi hjá Gulu nælunni. Og enn halda þeir af stað í þetta sinn þvert ofan í bann lögreglunnar. Þ EIR voru lengi að finna Fingurna sjö. Fyrir vestan Regnfjöll voru ótal lækir og ár, svo að Mart vonaðist eftir að geta náð í Indíána til þess að vísa sér á Fingurna sjö. En það var ekki hlaup- ið að þvi. Hvergi var Indíána að sjá. Þeir vissu þó, að Fingurnir sjö væru einhvers staðar þar um slóðir. Þeir vissu að Fingurnir sjö voru sjö lækir, sem runnu í stærri á. Þeir reyndu við eina af stærri ánum. 1 hana runnu níu lækir. En vel gat verið, að Indíánunum hafi talizt þeir aðeins sjö. Þeir reyndu við aðra á. Hún leit út eins og tré á kortinu. Það mátti segja að í þessa á rynnu um fjörutíu ár, ef menn töldu allar greinarnar. Hinsvegar gátu lndíánarnir aðeins hafa talið helztu lækina. Þeir voru ná- lægt sjö. Þeir héldu, að þetta væri staðurinn, sem Lije hafði minnzt á. Þeir máttu engan tíma missa. Það var ef til vill kjánalegt að saka Amos um morðið á Jerome Futterman, en Mart hafði sært hermann alvarlega, og það var öllu alvarlega. Það var verið að leita að þeim. Þeir máttu engan tima missa. Stundum höfðu þeir séð reykský, þar sem þeir höfðu farið um. Þeir höfðu ekki séð það í fjóra daga, en þeir vissu samt að hermennirnir voru enn á eftir þeim. Hermennirnir vissu hvert ferð þeirra var heitið. En þeim datt ekki í hug að flýja. En þeir urðu að hafa hraðann á. Landið þarna var þurrt, mishæðótt með ótal lækjarsprænum niðri í lægðunum. Það var mjög erfitt yfirferðar og sandstormar háðu þeim mjög. Gula nælan hafði valið sér góðan felustað. Það var ekki hlaupið að því fyrir herinn að komast þangað. Og Gula nælan vissi að ef herinn kæmist þangað mundi hann ekki mega sín mikils og yrði brátt að halda heim aftur. Síðan ætlaði hann að láta gamminn geisa og brátt mundi hann verða mesti höfðingi allra Comanchanna. En átti þetta allt eftir að misheppnast Gulu nælunni, aðeins vegna þvaðurs í gömlum manni? „Við verðum áreiðanlega að leita í heila viku,“ sagði Mart. „Við erum heppnir ef við getum leitað óséðir í tvo daga. Þeim leið illa. Þeir höfðu mikla trú á hæfileikum sínum, en enn meiri trú á óheppni sinni. En heppnin var með þeim að þessu sinni. Þeir höfðu búið um sig um kvöldið þar sem skjól var. Þeir fóru á fætur eldsnemma næsta morgun og rákust strax á ösku frá báli einhvers Indíána, sem þar hafði sofið. Þeir höfðu sofið steinsnar frá honum, án þess að vita það. Indíáninn hlýtur að hafa verið mjög þreyttur. Þeir vissu að þeir höfðu nær stigið ofan á hann, þótt þeir sæju hann ekki nú, en hestur hans var á beit skammt frá. Mart náði strax i hestinn og bjóst hálfvegis við að fá ör í bakið, meðan hann var að því. En ekkert skeði. Þeir drógu sig í hlé og biðu dagsskímunnar. Sólin kom hægt upp. „Heldurðu að hann sé einhvers staðar nálægt ?“ „Eg vona ekki,“ svaraði Amos. „Við þörfnumst bykkjunnar." Klukkustund leið. „Ég hélt hann væri að elta okkur. Hann hlýtur að vera einhvers staðar nálægt. Ég trúi þvi ekki að hann gefist upp og láti okkur fá hestinn." „Við verðum að bíða.“ „Hann ætlar ef til vill að elta okkur og ráðast á okkur í nótt.“ „Við verðum samt að bíða,“ sagði Amos. Sólin var komin hátt á loft. „Hann er líklega hræddur við okkur af því við erum tveir,“ sagði Mart. „Hann er að bíða eftir góðu færi á okkur.“ Amos svaraði hæðnislega: „Annar okkar getur farið eitthvað burtu.“ „Jamm," svaraði Mart. Hann náði í stígvél sín upp úr bakpokanum og fór í þau. „Hversvegna ertu að þessu?" spurði Amos. „Svo að hann heyri í mér.“ „Heyri hvað? Hvað ertu að þvaðra?" „Sjáðu þarna." Mart lagðist flatur á jörðina við hlið Amosar. „Þarna niðri við lækinn er litið tré.“ „Hann er ekki þar.“ „Nei, nei. Vinstra megin við tréð sérðu gi'ösugan blett. Vinstra megin við hann er smárunni. Ég held hann sé þarna og þori ekki út.“ „Við komust ekki að honum þarna," sagði Amos og horfði rannsakandi á runnann. „Hann skýtur þig ef þú svo mikið sem sýnir á þér hausinn," sagði Amos. „Hann verður að standa upp til þess,“ svaraði Mart. „Hann er of langt í burtu. Það er of langt skotfæri. Ég fer ekki að nota þig sem tálbeitu, þegar ■—“ „Láttu nú ekki svona,“ sagði Mart og hélt í áttina að runnanum. Hann heyrði að Amos bölvaði upphátt bak við hann. Allt varð hljótt. Mar-t heyrði aðeins sitt eigið fótatak. Hann gekk beint i áttina að runnanum. Allt í einu fannst honum hann finna lyktina af þorparanum. Hann gekk niður að læknum og stanzaði. Hann tók upp dósir og fyllti þær af vatni. Nú ætti þorparinn að nota tækifærið. Mart þorði ekki að líta í áttina að runnanum. En ekkert skeði. Amos skaut. Kúlan lenti svo nálægt Mart, að hann gat ekki trúað öðru en að Amos hefði miöað á bakið á honum. Mart kastaði sér á magann í leðjuna. Kúlan hafði lent í læknum. Hann hélt á skambyssu sinni í hend- inni. „Liggðu kyrr,“ kallaði Amos. „Liggðu grafkyrr. Ég hitti hann víst ekki.“ Mart heyrði að Amos kom hlaupandi niður brekkuna í áttina til hans. Amos kom askvaðandi i áttina til hans. Rétt við hlið Marts staðnæmd- ist hann og hrópaði: „Jú, ég hitti dónann. Komdu og sjáðu.“ V E I Z T U m 1. Af hverju eru regnhlífar aðeins í góðu skapi í rigningu? 2. Grænland er stærsta eyjan I heíminum, en hver er næststærst? 3. Hvað köllum við rófuna á fiskunum? 4. Hvað er kavíar? 5. Hvar er Leopoldsville ? 6. Tilheyrir Indland „brezku samveldislöndun- um? 7. Hver var Jezabel? 8. Hvað rennur tunglið kringum jörðina á löngum tíma? 9. Hvaða frægur maður heitir nafni, sem mundi þýða lárviðartré og olífutré, ef það væri þýtt? 10. Gáta: Herm þú mér höld svo híbýlaprúðan að innhýsa kunni allar skepnur og veita þeim björg og beina. Sjá svör á bls. 11,. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.