Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 5

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 5
„Varaðu þig," kallaði Mart. „Kúlan fór í lækinn." „Allt í lagi. Hún strauk honum dálítið á bakinu. Glæsilegt skot.“ Mart stóð á fætur. Amos stóð nokkra metra frá honum og horfði niður í grasið. Mart sá í Indíánann í grasinu. Amos tók hníf hans og henti hon- um í lækinn. „Taktu bogann líka,“ sagði Mart. „Hvaða fjandans boga. Hann er með riffil. Þú varst hætt kominn væni minn.“ Amos kastaði rifflinum í lækinn. „Heldurðu að hann vilji segja nokkuð?“ „Hg skal fá hann til að tala. Farðu nú á bak í hvelli." „Hvað er að?“ „Það eru tveir hermenn á leiðinni upp eftir læknum. Farðu á eftir þeim og sjáðu um að þeir komi ekki hingað í bráð.“ „Þú meinar að berjast við þá.“ „Nei — nei — nei. . . Talaðu við þá. Segðu hvað sem þér dettur í hug.“ „En ef þeir taka mig til fanga?“ „Láttu þá taka þig til fanga. Haltu þeim bara í skefjum meðan ég tala við þennan Comancha." Mart þeysti af stað. Hann kom ekki auga á neina hermenn. Hann fór að gruna margt. Amos hafði verið að ljúga að honum. Hann ætlaði að eiga við Indíánann einn síns liðs. Hann sneri sneyptur við. Amos kom á móti honum. Hann virtist ánægður. „Talaði hann?" spurði Mart. „Já. Nú vitum við hvernig við eigum að komast til Gulu nælunnar. Hann er með stúlkuna sem Lije sá.“ „Langt?“ „Við verðum komnir undir kvöldið. Og það eru meir en fjörutíu her- menn samankomnir ásamt eitthvað sextiu riddaraliðsmönnum rétt við þorp Gulu nælunnar . ..“ „Það getur ekki verið. Indíáninn hefur logið.“ „Nei, hann laug ekki.“ Amos virtist viss. Mart sá að hnífur hans var alblóðugur. „Hvar er hann núna?" „1 læknum. Ég setti nokkra steina á hann 'til þess að halda honum í kafi.“ „Ég skil þetta ekki,“ sagði Mart. Hann vissi að Indíánunum var vart trúandi, en hann skildi ekki þetta með herinn. „Ég held að Sill hafi sent riddaraliðið til þess að ná í hermennina." Amos yppti öxlum. „Gæti verið." Þeir riðu áfram. „Mig langar til þess að biðja þig um dálítið,“ sagði Mart við Amos. „Et' við finnum þorpið —“ „Við finnum það áreiðanlega." „Mig langar til að biðja þig —“ „Það verður ekki erfitt að finna Gulu næluna. Ekki úr þessu." Amos virtist vita hvað Mart lá á hjarta. „En það verður erfitt að ná í stúllcuna. Tíminn er naumur." „Ég veit það. Amos viltu gera mér greiða? Þegar við finnum þorpið. — Vertu nú ekki vondur. Mig langar til þess að fara inn í þorpið einn.“ „Hvað segirðu?" „Mig langar til að tala við Gulu næluna undir fjögur augu.“ Amos þagði lengi, svo að Mart bjóst ekki við neinu svari. „Ég hafði hugsað mér það þveröfugt," sagði hann loks. „Ég ætlaði að skilja þig eftir, svo að ekkert kæmi fyrir þig.“ Mart hristi höfuðið. „Ég bið þig að gera þetta fyrir mig. Aðeins þetta eina sinn.“ Löng þögn áður en Amos spurði: „Hversvegna?" „Ég verð að segja þér sannleikann, Amos.“ „Þú meinar, að þú getir ekki logið neinu að mér.“ „Ég verð að segja sannleikann núna. Það er vegna þess aö ég er hrædd- ur um dálítið. Gerum ráð fyrir að Comanchi stæði fyrir framan þig og þú vissir hið innra með þér að það var hann sem myrti Mörthu?" Mart horfði á Amos. „Hvað þá?“ sagði Amos. „Þú mundir drepa hann. Eftir það gætum við ekki náð í Debbie. Þú veizt það.“ Amos svaraði: „Láttu ekki svona. Það er bezt fyrir þig að verða hér eftir eins og ég segi. Þvi að ég ætla inn i þorpið.“ „Ég verða að fara með þér. Ég vona að ég geti komið í veg fyrir að þú gerir þetta glappaskot." „Það þarf mikið til að aftra mér frá að drepa Indíána." „Ég veit það.“ Amos sneri sér í hnakknum og leit á hann. „Þér væri vel trúandi til þess. Þér væri vel trúandi til þess að skjóta mig á staðnum ef þetta kæmi fyrir." Mart þagði. Þeir riðu þegjandi um stund. „Meðal annarra orða,“ sagði Amos. „Ég er með dálítið handa þér hérna. Ég held ég sé með það. Or því að þú ætlar á annað borð að skjóta mig, er eins gott að þú hafir einhverja ástæðu til þess. Ástæðu sem allir skilja." Hann rótaði í vösum sínum. Að lokum dró hann upp pappirssnepil, krumpinn og skítugan. Hann rétti hann Mart. Á miðann var skrifað með bleki: Hann stjórnar kvikmyndum í Hollywood I* Andlit |»essa inanns þekkjum við ekki af kvikmyndar tjaldinu,og þó ráða störf hans meiru mn kvikmyndir sem við sjámn en leikur stjarnanna á tjaldinu. Og engin kvik- myndastjama hikar við að ráða sig til hans, án þess að vita nokkuð um hlutverkið sem hún á að leika, ef hún aðeins á kost á því. Maðurinn heitir Vinccnte Minelli og hefur stjómað f jöldamörgum góðum kvikmyndum, eins og myndinni um icfi málarans fræga V.an Gogh „Lífsþorsti“, myndinni „Te og samúð“ eftir samnefndu leikriti og verðlaunamynd- inni „Bandaríkjamaður í París“. Nú er hann að gera nýja mynd, sem heitir „Tízkuteiknarinn“ og leika þau Gregory Peck og Lauren Bacall aðalhlutverkin. Minelli er ákaflega hæglátur maður og hefur orð fyrir að vilja helzt vinna í kyrrjíey og láta sem minnst á sér bera. »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»>:< Ég, Amos Edwards, lýsi því hér vieö yfir, aö þar sem ég á engan œttingja á lífi skuli allar eignir mína renna til fóst- urfrœnda mins, sem þökk fyrir allan þann greiða sem hann hefur gert mér siöustu ár œfi minnar, AMOS EDWARDS. Fyi'ir neðan undirski'iftina var klessa, sem átti að tákna innsigli og nöfn vitnanna. Aron Mathison og Laurie Mathison. Mart vissi að nú hafði Amos gert honum alvarlegan grikk. Hann rétti Amos miðann. „Þú skalt taka hann," sagöi Amos. „Hann getur komið þér að góðum notum, ef Comancharnir leita i vösum mínum á undan þér.“ „Það breytir samt engu,“ sagði Mart vandræðalega. „Ég geri það sem ég sagði." „Ég veit það.“ Þeir riðu þegjandi í fjórar klukkustundir. Þá gef Amos Mart merki um að staðnæmast. Þeir sáu ckkert framundan, en þeir heyrðu hundgá i fjarska. Þorp Gulu nælunnar var nokkuð stór. Það stóð á bökkum ár, sem Framhald á bls. 1J/. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.