Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 10

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 10
HEIMILIÐ RITSTJÓRI: ELlN PÁLMADÓTTIR Saumavél er hverri konu ómissandi UM langt skeiö Inefur fengizt leyfi fyrir miklu færri saumavélum en húsmœöur í þessu landi þurfa á að halda, til aö geta saumað flíkur á fjöl- skyldu sína og komizt þannig hjá að kaupa alls kyns inn- fluttan, tilbúinn fatnað. Það er ekki undarlegt þó hagsýnar húsmæður eigi erfitt Eieð að skilja þetta fyrirkomu- iag. Hjá þeim sem flytja inn hentugar saumavélar, sem húsmæður eru famar að þekkja og kmrna að meta, liggja nú iangir biðlistar með nöfnum kvenna, sem bíða með óþreyju eftir að fá að sauma flíkur á sig og fjölskyldu sína, til að 3para ofurlítið heimilisútgjöld- in. Ég leitaði um daginn frétta af saumavélainnflutningnum hjá fyrirtæki því, sem senni- iega hefur flutt inn flestar af þessum nýtízku rafmagns- .vaumavélum í töskum, sem nú á tímum þröngra húsakynna þykja einna hagkvæmastar. Hér á ég við Elna-saumavél- amar, en Heildverzlun Árna Jónssonar hefur keypt um 1500 siíkar saumavélar frá Sviss. F!nn liggur hjá fyrirtækinu langur biðlisti yfir væntanlega kaupendur en ekki mun þó úti- lokað að leyfi fáist fyrir stórri pöntun á næstunni. Eg náði tali af frú Kristínu Kristjánsdóttur sem kennir á saumavélarnar áður eri þær eru afhentar kaupendum, og ræddi við hana um kosti Elna- vélanna, sem sífellt er verið að endurbæta. Við vorum sammála um, að aðalkostir þessara saumavéla væru hversu fjölbreytt spor er hægt að sauma á þær og hversu auðvelt er að skipta um fætur og skífur, eftir því sem við á í hvert sinn. Til þess þarf aldrei nema lítið handtak. Fyrir utan öll venjuleg fata- saumspor, er hægt að festa á smellur í vélunum, sauma alls kyns lek, þar af mjó lek með sjálfvirkum fæti, stoppa í ull- arefni, silkiefni og sokka, sem smeygt er upp á þar til gerðan arm, og sauma margvíslegan ísaum, ýmist með sjálfvirkri stillingu eða með því að færa til undir nálinni sjálfur. Sjálfvirki ísaumurinn er þannig gerður, að fálmarar fylgja brún þar til gerðrar mynsturskífu og stjórna nál- inni. Saumakonan þarf því að- eins að velja sér skífu, stinga henni í vélina og sauma svo beint áfram. Ef hún vill hafa tvöfalda röð af viðkomandi mynstri, er hægt að sauma báð- ar raðimar í einu, sína með hvorum lit, ef vill. Tíu mynsturskífur fylgja nú hverri saumavél (áður fimm), og auk þess er hægt að fá fleiri fyrir vægt verð. Alls munu hafa komið hingað rnn 20 mismunandi mynsturskífur. Hægt er að ráða því hve þétt mynstursporin eru, og séu þau höfð mjög þétt, má að sjálf- sögðu klippa utan með ísaumn- um. Fyrir utan hin sjálfvirku skífumynstur má sauma margs- konar skrautsaum með saum- fótum, en til þess þarf auðvit- að dálítið meiri æfingu. Með þeirri aðferð er t. d. hægt að merkja stafi, sauma flatsaum og mislöng spor, og snúrubrod- era eða „applikera“ eins og sumir vilja kalla það. Eftir að hafa fengið ofur- litla tilsögn og æfingu, reynist flestum auðvelt að sauma þann- ig í með saumavélinni. Sölu- umboðið veitir líka kaupandan- um góða tilsögn í meðferð og notkun saumavélarinnar, áður en hún er afhent. Og að nokkr- um tíma liðnum, þegar álitið er að hann sé búinn að kynnast gripnum betur og æfa sig ofur- lítið, getur hann fengið þrjá kennslutíma í viðbót, til að læra vandasamari ísaum. Á nokkrum stöðum úti á landi eru konur, sem kenna á Elna-vélarnar, og þegar marg- ar saumavélar fara á sama stað, hefur venjulega verið send stúlka með þeim til leið- beininga. 1 Reykjavík kennir frú Kristín Kristjánsdóttir 'kaupendum meðferð saumavél- ÆJina á sex tíma námskeiðum. í Elna-vélarnar má nota all- an vinstri snúinn tvinna. Auð- velt er að fullvissa sig um hvort tvinni er vinstrisnúinn með því að halda honum milli handanna fyrir framan sig. Snúningurinn á þá að liggja upp á við til vinstri. Flestur silkitvinni er t. d. vinstrisnú- inn. Annars fæst sérstakur Elna-saumavélatvinni. Til í- saums er að sjálfsögðu notað misgróft garn. Elna saumavélin er raf- magnsvél, sem stjórnað er með hnésveif. Hún er í kassa, sem hægt er að breyta í vinnuborð og vegur með kassanum 13 kg. Henni fylgir verkfærakassi, 10 mynsturskífur, eins og áður er sagt, 6 fætur, 5 spólur o. m. fl. Það eru alltaf að koma fram endurbætur á eldri gerðum, en þó er þeim þannig hagað, að öllu nýju má koma fyrir á eldri gerðum. Fyrst þegar þessar sauma- vélar komu hingað, kostuðu þær kr. 2050.00, með nýrri gerð hækkuðu þær upp í kr. 3.300,00 og síðan aftur upp í kr. 4.300,00, og nú hafa enn lagst á þær nýir tollar, svo ekki er vitað nákvæmlega um verðið eins og stendur. • Með sjálfvirkri stillingu er hægt að sauma margskonar ísaum. AIls hafa komið liingað um 20 mismun- andi inynsturskífur. • Og með ofurlitilli æfingu er hægt að sauma alls konar skrautsaum með saumfótum. I*á þarf konan að færa sjálf til undir nálinni. Þetta blómamynstur er saumað þannig með inislöngum sporum. Elna-saumavélarnar voru fyrstu litlu saumavélarnar af þessaii gerð, sem komu á mark- aðinn eftir stríðið. Spánverj- inn, sem átti hugmyndina, gekk með sýnishomið milli sauma- vélaframleiðenda, án þess að fá nokkrar undirtektir, þangað til skotfæraverksmiðja nokkur í Sviss, sem var farin að hafa lítið að gera við skotfærafram- leiðsluna, keypti einkaréttinn á framleiðslunni. Upphaflega var þessi saumavél kölluð Elekt- rina, en þegar öllum miðstöf- unum hafði verið sleppt, fékkst miltlu liprara nafn — Elna. Nú eru Elna-vélarnar framleiddar daglega í hundraðatali og send- ar út um allan heim. Vonandi losnar fljótlega um hömlurnar á innflutningum hingað til lands, svo að konur þurfi ekki að bíða mánuðum saman eftir að fá jafn nauð- synleg heimilistæki, ef þær sjá sér fært að eignast þau. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.