Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 6

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 6
ÍNNmA smn frá 3ÍA ít Z Sjaldan í sögunni hefur einn maður gabbað jafnmarga jafnrækilega. MAÐURINN í bílnum hló hjartanlega. Hann var að hlusta á einn vinsælasta skemmtiþátt Bandaríkjanna, þáttinn sem kenndur var við búktalarann Edgar Bergen. Þetta var árið 1938. Maðurinn var staddur í smábæ einum í New Jersey, á heimleið. Á eftir Bergen kom Dorothy Lamour og söng nokkur lög. Maðurinn í bílnum horfði á klukkuna í mælaborðinu. Hún var tólf mínútur gengin í tíu. Það var sunnudagur 30. októ- ber. Maðurinn teygði sig í út- varpstækið, vildi finna sér aðra stöð. Lagið Stardust hljómaði í bílnum. Manninum þótti vænt um þetta lag. Hann byrjaði að blístra. En allt í einu þagnaði músíkin. Og í stað hennar kom rödd þularins. Hann var fljót- mæltur og virtist allúr í upp- námi: „Við grípum hér fram í músíkina vegna stórtíðinda sem okkur voru að berast.“ Feiknstór, glóandi hlutur, sem menn höfðu í fyrstu talið vera loftstein, hafði (sagði þulurinn) fallið í grend við bæ einn við Grovers Mill, 22 míl- ur frá Trenton í New Jersey. Ljósglampinn hafði sést úr mörg hundruð mílna fjarlægð og dynkurinn heyrst alla leið norður til Elizabeth. Síðustu fregnir (sagði enn í fréttinni) hermdu, að furðuhluturinn væri einhverskonar málmhylki. „ . . Við munum nú útvarpa frá sjálfum staðnum, þar sem einn af fréttariturum okkar er staddur.“ Eftir stutta þögn heyrðist rödd „fréttaritarans í Grovers Mill.“ Hann var mjög æstur. 1 grend við hann heyrðist í fólki. Nú var maðurinn í bílnum glaðvaknaður. Hann hlustaði ákafur á röddina í útvarpinu. Fréttaritarinn lýsti málmhylk- inu „þar sem það liggur héma úti á akrinum.“ Maðurinn í bílnum var orð- inn þvalur í lófunum. Allt í einu hrökk hann í kút. Útvarps- maðurinn greip andann á lofti og raddirnar í kringum hann hækkuðu. „Hlustendur,“ hrópaði frétta- maðurinn eins og hann tryði ekki sínum eigin augum, „hlust- endur, hylkið er að opnast!“ Fáeinum sekúndum síðar hélt hann áfram og var nú greini- lega skjálfraddaður: „Þetta er sú hroðalegasta sjón sem ég hef nokkumtíma séð . . . Ég sé tvær kúlur gægjast út um svart gat á hylkinu . . . em það augu? Þetta gæti verið andlit — þetta gæti verið . . . bíðum við, þarna er einhver hreyfing! Þarna birtast tvö augu í við- bót, eða hvað það nú er. Og þarna koma enn önnur. Undrabarn talar um jólin MINOU litla Drouet er lítil frönsk telpa, niu ára gömul, þó okkur sé fullljóst að ljóðskáld og kunnur bréfritari. Gagnvart þessu undrabarni standa frægustu bókmennta- fræðingar gapandi af undrun, og um tíma setti hún allt á annan endann í Frakklandi. Menn skiptust í tvo hópa, með og móti Minou litlu. Þeir sem voru á móti henni, héldu því fram að hér væri um einhvers konar hugsanaflutning frá fósturmóður hennar að ræða. En Minou hélt bara áfram að skrifa vinum sinum undursam- lega falleg, ljóðræn bréf og tala í líkingum. Hér fer á eftir lauslega þýddur kafli úr bréfi, sem hún skrifaði rétt fyrir jólin í fyrra, þegar hún var aðeins átta ára gömul, þó okkur sé fullljóst að orð hennar tapa mestu af gildi sínu við að vera flutt yfir á annað mál: JÖL. Að elska, Philippe, það er að skilja og meðtaka. Þetta varð mér ljóst á síðustu jólum, þennan hræðilega dag, þegar ég komst í kynni við tómið, tómið í litlu gömlu skónum mínum, sem ég hafði sett við arininn. Manstu ekki eftir þvi, daginn áður hafðir þú brotið öll glerin til að gleðja mig. Það er í mér óhugur þegar jólin nálgast. Þann dag fékk ég að vita að til eru börn, sem ekki eiga nein jól, og fyrir þá krakka kemur Jesú litli ekki niður á jörðina. Y. N. einn skildi mig og kenndi í brjósti um mig. Ég á enn litla jóla- karlinn hans sitjandi á greni- kögglinum sínum og búrið úr glerþráðunum. Hjartað í N. hendurnar á N., mig langar til að skrifa honum, en ég er hrædd um að ónáða hann og svo er ég svo þreytt. Jól, þessi skelfilegi kuldi, þetta tóm sem búið er að taka sér bólfestu milli mín og annarra. Milli radda þeirra og eyrans á mér er rúm fyrir lítinn notaðan, hælalausan skó, slitinn á tánni, svo gatið gapir upp í tómið, tómið í augum hinna dánu. Enginn hefur fengið að sjá þennan skó siðan, ég faldi hann og ég horfi á hann með orpna gininu sínu, sem heldur inni ópinu, með reimunum, sem eru eins og hár á drukkn- uðum manni, með tungunni flettri frá því sem inni fyrir er. „Nú sé ég búk ófreskjunnar.. Hún er á stærð við bjarndýr og það glampar á hana eins og blautt leður. En andlitið . . . það er . . . það er ekki hægt að lýsa því. Eg get varla fengið mig til að horfa framan í það. Kjafturinn er v-lagaður og froðan drýpur úr munnvikjun- um . . .“ Meira þurfti maðurinn í bíln- um ekki að heyra. Hann steig benzínið í botn, sentist á tveim- ur hjólum fyrir næsta húshorn, snarstansaði fyrir framan bíó tæjarins og stökk út á gang- stéttina. Andartaki síðar var hann kominn inn í bíóið og inn í sjálfan bíósalinn þar sem hann hrópaði af öllum kröft- um: „Innrás! Marzmennirnir eru komnir! Við verðum öll sprengd í tætlur!“ Bíósalurinn tæmdist á tveim- ur mínútum. í fjölda annarra bæja og borga víðsvegar um Bandarík- in voru viðbrögð ótrúlega margra mjög svipuð. I bæ einum í Louisiana hljóp ofsahræddur maður á þvotta- snúru nágranna síns og hélt hann hefði orðið fyrir dauða- geisla. 1 Pittsburgh reyndi kona nokkur að taka eitur með þess- um orðum: „Þessi endir er betri en hinn.“ 1 Minneapolis þaut kona inn í kirkju og hróp- aði: „New York er í rústum! Það er kominn heimsendir. Far- ið heim til ykkar og búið ykk- ur undir dauðann.“ 1 New York hringdi önnur kona á eina af bifreiðastöðvum borgarinnar og bað um síðustu fréttir af innrásarmönnunum frá Marz. „En flýtið ykkur í guðanna bænum,“ bað hún af- greiðslumanninn, „heimsendir er í nánd og ég þarf svo margt að gera.“ Alls munu um tvær milljón- ir Bandaríkjamanna hafa trú- að tröllasögunni um Marsbú- ana. Hver stóð á bak við þetta, hver samdi þennan makalausa útvarpsþátt, sem gerði öll Bandaríkin bandóð ? Það var 23 ára gamall blaðamaður, sem gæddur var alveg óvenjulegu ímyndunarafli. Þið kannist kannski við hann — Orson Welles. Þáttinn hafði hann samið eftir skáldsögu H. G. Wells: Stríðið milli hnattanna. Flutn- ingur hans tók eina klukku- stund. En i lok þáttarins ávarp- 0 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.