Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 39

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 39
ÞAÐ VA R KVÖLD 1 NAS ARET Framhald af blaðsíðu 13. faðir.“ En ég kann betur við að láta þig vita það, að við munum eignast fleiri, úr því við erum byrjuð. — Ég vil ekki vera ókurteis, en er konan þín kannski ekkja? — Nei. — Fráskilin ? — Nei. — A-á, ég skil. . . Nú er ég aftur að hlaupa á mig. — Nei, nei, alls ekki. Það er einmitt það kynlega við þetta allt saman. Ef þú getur skilið það, vertu þá ekki feiminn við að segja það. Farðu bara ekki að hnýta í Maríu. Ég ber óbifanlegt traust til hennar. —- Það er svei mér gott, svaraði hinn eftir stutta umhugsun. Kona trésmiðs frá Nasaret, sem fæðir barn í Betlehem nóttina 24. desember. Veiztu á hvað það minnir mig? — Auðvitað, það vita allir, svaraði Jósep. — Og kemur það ekkert við þig! Hrópaði hinn upp yfir sig. Svo benti hann á fæðingarstofnunina. Þú ætlar þó ekki að segja mér að heilagur andi hafi gert. .. Við þessa skyndilegu uppgötvun glennti maðurinn upp augun, og reis snöggt á fætur með galopinn munninn. Jósep heyrði hann endurtaka hvað eftir annað: „Svei mér þá. .. svei mér þá. Og áður en hann gat hreyft legg eða lið til að halda aftur af honum, var maðurinn tekinn á rás. Sjálfur sat hann nú aftur einn og yfirgefinn, með þessi bitru þyngsli fyrir brjóstinu. Það er ekki hægt að segja að náttúran gefi manni ekki tíma til að átta sig á hlutunum. Samt sem áður koma þeir alltaf dálítið á óvart, hversu langur sem undirbúningstíminn er. Frá þeim degi þegar María tilkynnti Jósep að hún ætti von á barni í des- ember, hafði hann ekki litið hana sömu augum. — Það getur ekki verið, hafði hann sagt og látið hefilinn síga. Og jafnvel þó svo væri, þá er ekki rétti tíminn til slíkra hluta, eins og ástandið er í iðninni. . . Fólkið í Nazaret, þar sem þau bjuggu í litlu húsi með inn- réttaðri vinnustofu, kunni ekki lengur að meta við. Hin hæg- unna trésmíðavinna var smám saman að víkja undan ágangi málmmenningarinnar. Og peningarnir, þetta krydd tilverunnar, voru að verða sjaldséðir á heimili hins haga trésmiðs svo hann hafði orðið að selja sendiferðabílinn. — Ja, það er nú samt svona, hafði María svarað og laumast til að skoða sjálfa sig með skyndilegum áhuga, undrun og við- kvæmni. Svo hafði hún bætt við: — Þetta er jafnvel það bezta sern fyrir mig hefur komið lengi. í fyrstu hafði Jósep runnið kalt vatn milli skins og hörunds við tilhugsunina um að einhvers staðar utan við umráðasvæði hans væru öfl, sem nú hótuðu að umbylta allri tilveru hans. Ef honum hefði verið haldið minna utan við þetta, hefði hann ef til vill sætt sig fyrr við það. En María, sem hingað til hafði alltaf staðið við hlið hans í daglegu striti, valdi nú einmitt þennan tíma til að fara til Cana, þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau höfðu ekki mikið álit á tengdasyni sínum. Enda létu þau hann óspart heyra að þeim findist dóttirin hafa tekið niður fyrir sig. Ungi maðurinn fann sárt til þess að vera þannig niðurlægður og hafður í skammarkrók innan fjölskyldunnar. Venjulega gerði María bara ofurlítið gys að þessari alltof miklu viðkvæmni manns síns eða þessum ímyndunum, eins og hún kallaði það, en hún lét aldrei undir höfuð leggjast að taka málstað hans. Hann tók þetta ferðalag hennar ennþá nær sér en ella, af því hann tók það sem merki um sekt hennar. Eins og allt var nú í pottinn búið, þóttist hann sjá fram á að einhverskonar skírlífisbrot væri að koma á daginn. Brottför Maríu kom af stað slúðri í þorpinu. Sú saga gekk milli manna að hún hefði gifzt Jósepi einungis til að láta hann gangast við barni, sem hún hefði annars átt erfitt með að feðra. I fyrstu gerði hann uppreisn gegn þessum orðrómi, sem þegar frá leið fór að valda honum, sem þó var skotspónninn, áhyggjum. Orðrómurinn ýtti nú undir þann óljósa grun, sem eitraði um sig í hugarfylgsnum hans. Honum datt í hug að fara til Cana. Hann var reiðubúinn til að meta af fullri sanngimi áhrifin af reynslu- leysi þeirra beggja, sínum eigin mistökum og hinni skyndilegu fjárþröng og erfiðleikum á fyrstu mánuðum hjónabandsins. En hann var ákveðinn í því að ef svo bæri undir, skyldi hann biðja tengdaforeldra sína um að taka aftur við Maríu, svo að hjóna- band þeirra væri ekki lengur vanhelgað. „Ég skila ykkur henni. Hún er ekki lengur konan mín, hún er mér gáta. Ég skil hana ekki lengur. Ég þori ekki að skilja hana . . . Þannig var honum innanbrjósts þegar María loks kom og batt enda á þetta uggvænlega tímabil. Staðfestingin sem við honum blasti þegar hún steig niður úr bílnum, tignarlegri í hreyfingum en nokkru sinni fyrr í látleysi sínu og öryggi, gaf ímyndunarafli hans byr undir báða vængi. — Gerðu það fyrir mig að trúa því að ég hafi aldrei leynt þig neinu, sagði hún. Ef þú átt ekki barnið, þá á það enginn annar. Þarna er það nú og ég fagna því af heilum hug. — IJr því svo er og ég tók við þér svona, þá verð ég líka að hafa þig svona, sagði Jósep. Hann var alltof góður og alltof ástfanginn til að reyna ekki að bæta fyrir þennan efa. Oft fann hann meira að segja til skyndilegs þakklætis til Maríu fyrir' örlæti hennar. Og þegar tíminn var kominn, höfðu þau haldið frá Nazaret, ánægð eins og þau væru í afturbata eftir veikindi, og þau kærðu sig kollótt um allt slúðrið. Þau hugsuðu aðeins um það að Emanúel litli fengi góðar óskir og framtíðarspár um leið og hann fæddist. Nú skipti það eitt máli að María, sem var svo ung og veik- byggð, kæmi létt niður. Á eftir mundu þau halda til baka til síns heima með barnið. Þá yrði lífið ennþá fegurra en áður og þegar öllu var á botninn hvolft, því skyldi hann endilega vilja gera f trésmið úr drengnum. Ef hann hefði hæfileika í einhverja aðra átt, þá þyrfti hann bara að sýna þá. Jósep hafði alltaf verið alltof eftirlátssamur. Veiklyndið var eiginlega hans styrkur. Það yrði þó að breytast. Ókunni maðurinn, sem hafði verið svo vingjam- legur og svo af einhverjum ástæðum lagt á flótta, hafði haft rétt fyrir sér. Um sólarupprás mundi hann byrja nýtt líf. — Hvað ég get verið mikill kjáni! sagði Jósep. Þetta hljóta allir feður að segja við sjálfa sig. Og svo heldur lífið áfram öldungis eins og áður ... Hann var orðinn máttfarinn af þreytu og uppgefinn af á- hyggjum og kvíða, svo honum rann í brjóst. Hávært mannamál, sem kom úr áttinni frá borginni og færðist nær, vakti hann. Það kviknuðu ljós í gluggum húsanna. Hurðum heyrðist skellt. Há- vaðinn af farartækjum yfirgnæfði fótatakið. Jósep varð alveg forviða þegar hann sá fyrsta hópinn koma fyrir beygju á veg- inum. — Hvað er um að vera? spurði Jósep og hallaði sér upp að veggnum á fæðingarstofnuninni. — Þetta er hann! sagði titrandi rödd. Jósep kannaðist við málróm rauðhærða mannsins, sem hann hafði verið að spjalla við fyrr um kvöldið. Hann var þama kominn leiðandi með lítinn dreng, sem hafði stírumar í augun- um og benti á hann. Fólkið stillti sér þegjandi upp fyrir aftan þá, karlmennirnir tóku ofan húfurnar sínar og konurnar bundu í flýti klútum yfir höfuðin. Nafn Jóseps gekk á milli manna eins og lausnarorð. — Þetta er hann! sagði maðurinn aftur. Nú getur allt byrj- að að nýju, úr því hann er á meðal okkar. — Við könnumst við hann, sagði fólkið. Við sáum hann fara framhjá með asnann sinn. — Hvar er asninn? spurði einhver. — Ég á hann ekki, herra minn, ég hafði hann bara á leigu, stamaði Jósep. Hvað viljið þið mér? — Við viljum sjá barnið, hrópaði fólkið. — En það er ekki fætt! — Guði sé lof, sagði rauðhærði maðurinn. Einu sinni erum við ekki of sein ... Hann ýtti drengnum sínum fram, féll á hné fyrir framan Jósep og snerti með lotningu vinnubuxumar hans. Eins og gefið hefði verið merki, rauf nú fólkið línuna, sem það hafði haldið sig bak við fram að þessu, og gerði áhlaup á trésmiðinn. Það hellti yfir hann kossum og blíðulátum reif af honum hnappana til minja og hrópaði bænir og hvatningarorð: „Bróðir minn er lamaður, Jósep, skrifaðu hjá þér heimilisfang hans. . . Við emm svo fátæk, Jósep, heldurðu að þú munir nafnið mitt ? Ef þú ert ekki viss, skrifaðu það þá... Jósep fannst hann vera að kafna, en honum tókst þó ekki að losna undan æði mannfjöldans. Hann var órólegur og velti því fyrir sér hvort þessi gauragangur mundi ekki gera Maríu ónæði, og hvað hún mundi eiginlega halda. Hann langaði til að klifra upp á bekk til að koma á kyrrð og ró. En þéttings- fast tak um handlegginn á honum hindraði hann í því. — Eruð það þér sem erað að stofna til óeirða? spurði lög- Framhald á blaðsiðu 42 VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.