Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 13

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 13
Hann heyrði ekki fótatak vegfarandans sem klappaði á öxl- ina á honum. — Þér hafið víst ekki eld?“ Þetta var einn af þessum kampakátu rauðhærðu mönnum, sem heiðarleikinn skín út úr. Hann hafði smeygt sér í úlpu utan yfir skyrtima. — Mér fannst ég sjá ljós svo ég kom, sagði hann eins og til afsökunar. Þeir litu ósjálfrátt upp til stjörnunnar. Jósep brosti til að ókunni maðurinn færi ekki. Hann hafði síður en svo á móti því að eyða svolítilli stund með honum. Var ekki líka rétti tíminn til þess að karlmennirnir stæðu saman, þegar konurnar þeirra héldu til móts við óáþreifanlega leyndardóma, bak við niðurdregin gluggatjöld. Þeir soguðu sígarettureykinn. — Gengur það ekki vel? spurði maðurinn og leit alvarlegur í bragði í áttina til fæðingarstofunnar. — Ekki sem verst, svaraði Jósep, en sú litla er veikbyggð. Þér vitið hvernig það er, maður er alltaf dálítið áhyggjufullur. — Já, mér er kunnugt um það. Ég hef gengið í gegnum þetta sjálfur, eignaðist stóran strák, fyrirmyndar son. Og þú mátt trúa því að maður er fljótur að jafna sig. Strákurinn heitir Júdas og hann er farinn að hjálpa mér í búðinni. — Þú þarft þá ekki að kvarta. — Það segi ég líka oft við sjálfan mig. Meðan á því stend- ur, spyr maður sjálfan sig hvort þetta sé nú rétti tíminn til að fæða börn í þennan heim, þar sem geysa styrjaldir og ríkir armæða og eymd. En þegar það er búið og gert, þá er maður harðánægður. Minn drengur er góður strákur. Með hóflegum bókarlærdómi og góðri menntun til handanna tekst mér að gera úr honum mann. — Helzt vildi ég að sonur minn yrði trésmiður eins og ég, sagði Jósep. Það er göfugasta iðnin. Guð einn veit þó að ég lifi við kröpp kjör. — Það er kreppa núna, hún stendur ekki lengi, svaraði ókunni maðurinn. Við verðum að vísu að láta hendur standa fram úr ermum, en börnin okkar þurfa ekki að horfa upp á það. — Þann gamla söng þekkir maður nú, sagði Jósep. Fóreldrar okkar hafa sungið hann á undan okkur. Þag liggur við að maður sé hættur að trúa á hann. — I þetta sinn er ég samt viss um að eitthvað gerist, svaraði hinn. Mennirnir geta ekki beðið öllu lengur. Alls staðar verður maður var við óþolinmæði, eitthvert niðurbælt afl sem bíður eftir að brjótast fram. Bíddu hægur, gamli minn, ég er ekki að tala um stjórnmál. Ég hef bara opin augun, það er allt og sumt. Við sem rekum viðskipti verðum að halda okkur á mottunni. Þið trésmiðirnir getið talað eins og ykkur býr í brjósti. — Minnstu þess að ég er atvinnulaus eins og stendur. Og at- vinnuleysið segir sína sögu. En það eru hinir. Ég á nefnilega ekki lengur neina vini. Það er rétt eins og ég hafi verið sviptur þeim með vilja. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég er að segja þér þetta. — Það er léttir að því, svaraði hinn. Vertu ekki feiminn við það. Við gætum hitzt aftur, ef þú villt. Drengirnir geta leikið sér saman. Ert þú héðan ? — Nei, svaraði Jósep, ég bý í Nazaret. En ég er fæddur hérna. Ég er að koma í fyrsta sinn aftur eftir tuttugu ár og þá þarf konan min að leggjast á sæng. — Það er prýðilegt að sonurinn fæðist í sömu sveit og faðir- inn. Það segir sig sjálft, sagði ókunni maðurinn hlýlega. Sam- eiginlegir átthagar gera menn nákomnari hverjum öðrum. Sumir vilja meira að segja láta jarða sig í sama kirkjugarðinum, ekki satt? Jósep leit á manninn, sem virtist meta erfiðleika hans af slíkri sanngirni. Hann rétti honum tóbakið sitt og þorði varla að draga andann. Hann var orðinn meir af þrá eftir að gera einhvern að trúnaðarmanni sínum, þarna í skugganum. Þessvegna muldraði hann: — Ég er nefnilega ekki faðirinn. Hinn kipptist við og hristi höfuðið, um leið og hann gaf frá sér ofurlítið blístur. — Fyrirgefðu, sagði hann. Ég er nú meiri bjáninn. Hérna sitjum við og spjöllum saman og svo hef ég kannski verið að særa sig. Það er nú líka þér að kenna, þú gafst mér ekkert í skyn. — Það gerir ekkert til, svaraði Jósep. Ég hef gaman af því að ímynda mér öðru hverju að ég eigi litla snáðann í raun og veru. Og þegar öllu er á botninn hvolft, sama sem á ég hann. Stundum geri ég engan greinarmun á því heilu dagana. Úr því þetta er barn Maríu, þá læt ég mér það lynda . .. Ökunni maðurinn leit á fæðingarstofnunina, eins og hann vissi ekki hvaðan á sig stæði veðrið, en þó vottaði fyrir aðdáun í svip lrans. Svo sneri hann sér aftur að Jósep og yppti öxlum: — Þú er þó samt sem áður eiginmaðurinn, er það ekki ? — Á því leikur enginn vafi. Ég er nokkurs konar „fundinn Framhald á blaðsíðu «99. Verzlunarsparisjóðurinn tekur á móti inn- lánsfé í sparisjóðs- og hlaupareikning og greiðir af því hæstu vexti, eins og þeir eru almennt á hverjum tíma. Sparisjóðurinn er opinn alla virka daga kl. 10-12:30, 14- 16 og 18-19. Laugardaga kl. 10-12:30. * Verzlunarsparisjóðurinn HAFNARSTRÆTI 1. — SlMI 2 21 90 Venjulegast fyrirliggjandi TIMBUÍEl. Carda-hverfigluggar TNV bílskúrshurðir INNIHURÐIR úr krossviði INNIHURÐIR eik og maghogany ÚTIHURÐIR úr furu og teak LISTAR, alls konar KROSSVIÐUR, birki og okumé MLPLÖTUR, harðar og mjúkar MLPLÖTUR, lakkeraðar, ýmsir litir SAUMUR, allar stærðir. Timburverzlunin VÖLUNDUR h.f. KLAPPARSTlG 1 — REYKJAVlK — SlMI 1 8ý 30 VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.