Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 41

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 41
JUD Y GARLAND heldur áfram frásögn sinni Þegar ég komst á fætur, var ég kvödd til baka til Holly- wood til þess að leika í myndinni Simiarleikhúsið. Fyrst varð ég að losa mig við fimmtán pund með því að svelta mig. Mér tókst það. Mér hafði verið heitið þriggja vikna hvíld þegar myndatökunni lyki, en átta dögum seinna var ég boðuð í mynd- ina Konunglegt brúðkaup. Ég var örþreytt af of mikilli vinnu og of litlum mat, og þremur vikum seinna brotnaði ég gjör- samlega á taugum. Kunningi minn, sem er læknir, tjáði mér fyrir skemmstu, að það eigi fyrir flestum að liggja einhverntíma æfinnar, að þeir eygi alls enga leið út úr erfiðleikum sínum. Ég reyndi að fyrirfara mér. Auðvitað gerðu blaðamennirnir í Hollywood sér mikinn mat úr þessu. Allir þóttust þeir geta lýst atvikum nákvæmlega. Vikublöðin ræddu ástand mitt mánuðum saman og fengu jafn- vel sprenglærða sálfræðinga til að segja álit sitt. Þessi vand- ræði mín sýndu mér meðal annars hversu miskunnarlausir menn- irnir geta verið. Menn virðast trúa öllu, sem skrifað er um kvik- myndaleikara. Ef það stendur á prenti, þá skal það satt heita. Kannski hefði ég átt að vera við því búin að kunna að taka mótlætinu en ég var það bara ekki. Jafnvel það sem skrifað var um mig af velvilja, var oftast f jarri sannleikanum. Staðreyndirn- ar, sem ég nú varð að horfast í augu við, voru þó ósköp einfald- ar: ég var atvinnulaus og peningalaus. Ég vissi ekki, hvað orðið hafði um alla peningana, sem ég hafði unnið mér inn, en ég vissi, að það var ekki eyrir eftir. Hjónabandi okkar Vincente var lokið. Við Liza fluttum í íbúð í Beverly Hills hótelinu. Þegar við vorum búnar að vera þar í nokkrar vikur og forstöðumanninn fór að lengja eftir greiðslu, setti ég niður í tvær töskur og þaut niður á skrifstofuna. Ég til- kynnti, að ég hefði verið kvödd til New York — og vildi maður- inn nú ekki vera svo vænn að láta ekki íbúðina mína á meðan? Bragðið tókst, hann minntist ekki á það sem ég þegar skuldaði. Við flugum til New York og ég lék sama leilcinn í St. Regis hóteli. TAKIÐ EFTIR! Eftirleiðis verða símar okkar: 24113 (þrjár línur) bifreiðastöðin og 15115 vöruafgreiðslan. Höfum nýja og góða bíla, önnumst alls konar flutninga. — Góð þjónusta. — Höfum einnig vöruafgreiðslu fyrir eftirtalda aðila: Altranes: Þórður Þ. Þórðarson. Akureyri: Pétur & Valdimar. Grundarf jörður: Þórður Pálsson. Hvammstangi: Kaupfélag V.-Húnvetninga. Sauðárkrókur: Kristján & Jóhannes. Siglufjörður: Birgir Runólfsson. Stykkishólmur: Bifreiðastöð Stykkishólms. Vörumóttaka alla virka daga frá kl. 8—12 f. h. og kl. 1—6 e. h., nema laugardaga, þá kl. 8—12 f. h. Vinsamlegast, komið aðeins með vörurnar á ofangreindum tíma. Sími vöruafgreiðslunn- ar er 15113. Sendibílastöðin h.f. Borgartúni 21. — Sími 24113 (þrjár línur). Ég vissi að ég hagaði mér eins og bjáni, en þetta var í fyrsta skipti sem ég leyfði mér þann munað að láta skeika að sköpuðu — og ég naut þess satt að segja. í New York gerði ég bókstaflega allt sem ég aldrei hafði fengið að gera áður. Ég'borðaði yfir mig, slæptist, fór að sofa þegar mér sýndist og fór á fætur þegar mér þóknaðist. Kvöld eitt fór ég í boð, þar sem ég hitti Sid Luft, sem ég kannaðist við frá Hollywood. Við áttum margt sameiginlegt — vorum meðal annars bæði hálfgerðir flóttamenn frá Hollywood, sem við vorum búin að fá fylli okkar af í bili. Ég var eins og fyrri daginn að vorkenna sjálfri mér vegna þess að engum þætti vænt um mig, öllum stæði hjartanlega á sama um, hvað af mér yrði. Sid hló að mér. Hann sagði, að til dæmis þætti honum vænt um mig. Já, hann elskaði mig satt að segja. Ég held að um það leyti sem ég hitti Sid í New York, hafi ég loksins verið laus við þessa hugaróra, sem höfðu það í för með sér, að ég var eiginlega sífellt að leita að manni, sem gæti gengið mér í föðurstað. Annað mál er það, að Sid gat verið ákveðinn og strangur eins og pabbi, þegar það átti við. Hann stappaði í mig stálinu, hikaði ekki við að segja mér til syndanna þegar hann taldi mér það fyrir beztu, tók í lurginn á mér þegar ég hagaði mér eins og óþekkur krakki. Og þegar ég þarfnaðist stuðnings og hjálpar, þá brást hann mér ekki. Það var Sid sem fékk mig til þess að efna til tónleika í Palla- dium í London og síðan í Palace leikhúsinu í New York. Og þeg- ar við vorum orðin hjón, þá var það hann sem stóð fyrir tökn myndarinnar Kvikmyndastjarnan, þrátt fyrir bölsýnismennina í Hollywood, sem spáðu því að myndin mundi aldrei komast á sýningartjaldið. Mér dettur ekki í hug að neita, að myndatakan tók óttalega langan tíma og kostnaðurinn fór langt fram úr áætl- un. En fyrir því var mikilvæg ástæða. Ég er vandlát, það má ég eiga; George Cukoi. sem stjórnaði myndinni, er líka vandvirkur og vandlátur; og Sid er vandlátur. Við vorum staðráðin í að láta myndina takast vel, og þó að ég segi sjálf frá, þá var hún góð. Seinna áttum við eftir að verða fyrir vonbrigðum eins og gengur — en einhvernveginn er ég farin að kunna að taka mót- læti. Þegar Oscar-verðlaununum var úthlutað í mars 1955, virt- ust allir í Hollywood ganga út frá því sem vísu, að önnurhvor okkar Grace Kelly hreppti þau. Og mér kemur ekki til hugar að neita, að ég þráði þessi verðlaun. Auðvitað gerði ég mér Ijóst, að sigurinn var síður en svo vis, og að auki átti ég von á öðrum verðlaunum, sem voru mér marg- falt verðmætari. Ég átti von á barni. Joe litli fæddist 24 klukkustundum áður en úthlutunin átti að fara fram. Og þegar verðlaunin voru afhent — hlaut Grace Kelly þau. Og það var nú það. Þegar um mig er skrifað, grípa höfundarnir gjarnan til sál- fræðinnar, þegar þeir eru að reyna að útskýra fyrir lesendum sínum, hversvegna ég sé sú kona sem ég er. En ég held þeim hafi samt öllum sést yfir það, sem ég tel mikilvægast. Það er þetta: Að ég var lítill telpuhnokki, þegar ég „sló í gegn“ og varð heimsfræg. Og að það tók mig að minnstá kosti sex ár að sann- færa menn um, að ég væri hætt að vera barn. Nú er ég oft spurð um börnin mín. Ætla ég að láta þau verða leikara? Hversvegna tek ég þau stundum upp á leiksviðið með mér? Ég ætla mér ekki að ala þau upp sem ,,verzlunarvöru;“ ég ætla þeim að verða ósviknar manneskjur. En þar sem ég vinn fyrir mér sem leikkona og söngkona, vil ég að þau kynnist starfi mínu og geri sér ljóst, að þar koma margir við sögu, bæði bak við tjöldin og meðal áhorfenda. Ég vil umfram allt koma í veg fyrir, að þeim finnist það neitt skrýtið eða annarlegt, þó að móðir þeirra lifi á því að skemmta fólki. Þau fylgja okkur Sid nærri því hvert sem við förum. Oft. hefði verið auðveldara að skilja þau eftir heima, en eins og flest- ir foreldrar, höfum við ótrú á því að sundra fjölskyldunpi. Við höfum gott af návist barnanna og þau hafa gott af návist okkar. Þegar ég var barn, átti ég þá ósk heitasta, að foreldrar mínir elskuðu mig alltaf og ævinlega. Sem móður finnst mér nú sem það sé stærsta skylda mín við börnin að láta þeim í té alla þá ást sem ég ræð yfir. Sem barn átti ég heima í mörgum húsum, en það sem ég þráði mest var heímili. Nú er ég að reyna að láta bömin mín eiga ósvikið heimili. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.