Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 36

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 36
Síða&ta Framhald af blaðsíðu 17. — Við tökum engan matartíma um há- degið. Ali færir okkur salad. Og Oubadieh svarar í símann, því hér skilur næstum enginn ensku. Komdu nú út aftur. Rilla elti hann út í sólina. Andartak stóð hann og horfði niður á hana og kipr- aði augun í birtunni. Rilla sá að það voru svitarákir í hárinu á honum og að framhandleggirnir voru þaktir fíngerðum sandi. Hann leit sannarlega út fyrir að vera harður maður. — Hérna eru lyklarnir að peningaskápn- um. Læstu öllu þegar þú ferð. Og ef það er eitthvað sem þú ekki veizt, spurðu mig þá, ekki Oubadieh. Allt í einu lyfti hann hendinni og sló með fingrinum á barðið á hattinum hennar. Og hafðu svo þétta á höfðinu hvenær sem þú ferð út fyrir. Það er skipun. Hann brosti óskamfeilnislega og gekk níður að bátnum. Vikuna sem nú fór í hönd sá hún Harri- son varla. Hann borðaði morgunverðinn sinn meðan hann var að raka sig inni í baðherberginu og hádegisverðinn úti á prömmunum með verkamönnunum. Hann kom heim seint á kvöldin, baðaði sig og fór beint í bólið. Hann hafði aðeins kom- ið inn á skrifstofuna einu sinni með vinnu- skýrslima, þegar síminn hringdi einn dag- inn. Oubadieh leit undrandi yfir til Rillu. — Til þín, ungfrú Edwards. — TU mín? — Já, það er La Salle kapteinn. — O—-ó. Hún tók við símtólinu. Halló? öubadieh settist við hliðina á henni, full- ub eftirtektar. Rilla bandaði við honum hendinni. — En hvernig vissuð þér að ég er hér? — Ég fékk heimilisfangið yðar á póst- húsinu, mademoiselle. Það verður dansað í Metróhótelinu í kvöld. Má ég sækja yð- ur klukkan sex? — Ég — ég veit ekki. Ég veit ekki hvort . . . — Þér hafið bara gaman af því, sagði Hia Salle kapteinn. — Klukkan sex? — Jæja þá, sagði Rilla og lagði tólið á. Oubadieh horfði með eftirvæntingu á hana. — Viltu fá La Salle kaptein sett- ann á launalistann ? Það er hægt að koma því fyrir. — Nei, svaraði Rilla. Og engan ann- an heldur, bætti hún við. Oubadieh sneri sér aftur að bókunum sínum með sorgarsvip. * Þegar Rilla kom heim um kvöldið, sá hún sér til undrunar að Harrison lá þeg- ar í sólstól úti á svölunum. Á borðinu við hliðina á honum stóðu bollar. Viltu kaffi- sopa með mér? Rilla leit á þykka tyrkneska kaffið og það fór hrollur um hana. -— Nei, þakka þér fyrir. — Jæja þá. Hann veifaði flugnavift- unni letilega. — Ég hef verið að hugsa um að þú þurfir að lyfta þér upp. Sjálfur er ég enginn samkvæmismaður, en ef þú vilt að Ali aki þér eitthvað, þá skaltu bara nefna það. 1*0$ sumuwsins — Þakka þér fyrir, Harrison. — Það er oft farin könnunarferð inn í sveitaþorpin, og hún er talin bæði skemmtileg og fróðleg. — Jæja! svaraði Rilla. Ég ætla út í kvöld. Ég — ég er boðin út. Harrison var að troða í pípuna sína. — Jamm, mér er kunnugt um það, sagði hann án þess að líta upp. En ég mundi ekki fara með La Salle kapteini ef ég væri í þínum sporum. Hann er sannar- lega enginn heiðursmaður. Reiðin sauð í Rillu, þegar henni varð það ljóst, að bæði Ali og Oubadieh hlupu með allt í hann. — Svo þú lætur njósna um mig! — Nei, nei. Hérna tölum við bara öll hvert um annað. Við höfum ekkert annað að gera. — Svo þú flýttir þér úr vinnunni til að aðvara mig. Það var fallega gert. Rilla hljóp upp tröppumar. Á ég að segja þér nokkuð, Harrison? — Ætli ég viti það ekki. — Nei, ekki þetta. Ég ætla ekki að láta skipa mér fyrir verkum í frítíma mín- um. Þú getur setið heima og þvaðrað við þjónustufólkið ef þú vilt, en þú skalt ekki ætlazt til að ég geri það. — Það getur verið æði fróðlegt stund- um, svaraði hann og glotti ósvífnislega. Rilla kreppti hnefana, svo hún fann til. — Það sem að þér er, er að þú hef- ur verið allt of lengi í burtu frá menn- ingunni. Þú ert búinn að gleyma því hvern- ig fólk hegðar sér, ef þú hefur þá nokk- urn tíma vitað það. Og ég er svo sannar- lega ákveðin í að sitja ekki á kvöldin uppi með slíkan búra. Hún gekk inn. Þegar hún kveikti Ijósið í herberginu sínu, sá hún að Ali hafði lagt fram hálf- síða ballkjólinn hennar. Hún fór í hann Meðan hún var að renna upp rennilásn- um, heyrði hún að Harrison reis á fætur og gekk inn í setustofuna. Andartaki síð- ar kallaði hann. — Berðu svolítinn sítrónu- lög bak við eyrun á þér. Það heldur frá þér flugunum. Það er þó engin vöm gegn La Salle. Rilla heyrði að bíll ók í hlað og renndi upp að dyrunum. Hún greip kápuna sína og hljóp fram eftir ganginum. * Rilla renndi augunum yfir kaffihúsið, sem Philip La Salle hafði kosið að fara með hana í. — Ég held ekki að mér lítist á það, sagði hún og heyrði sér til gremju að röddin titraði ofurlítið. Metróhótelið lá klukkutíma ferð að baki, hinum megin í bænum. La Salle lyfti augabrúnunum. Hann sleppti ekki handleggnum á henni og ýtti henni áfram að borði. — Hvað getur ver- ið skemmtilégra en að skoða lífið í hverfi hipna innfæddu? Við borðið beið innfæddur maður með vínflöskubakka hangandi um hálsinn. La Salle tók tvær flöskur og borgaði þær. Rilla beit á jaxlinn. Henni var fullljóst að hún var komin á stað, þar sem engin al- mennileg stúlka átti að láta sjá sig. Henhi féll það illa, en það var þó ennþá verra að þurfa að viðurkenna að Harrison hefði haft rétt fyrir 1 sér. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún hafði enga hug- mynd um í hvaða- átt hún átti heima og jafnvel þó hún vissi það, hafði hún engin ráð með að komast þangað. La Salle var að tala við drukkinn sjó- liða, sem sat við næsta borð með inn- fæddri stúlku. Sjóliðinn horfði með fljót- andi augum upp og niður eftir Rillu og sagði eitthvað á frönsku við La Salle og hann skellihló. I einu horninu var farið að leika á harmoniku. Rilla leit í örvænt- ingu í kringum sig. Allt í einu reis hún á fætur. Afsakaðu, sagði hún og hljóp frá borðinu. Hún var komin upp stigann, áður en hún heyrði að La Salle kallaði á eftir henni. Hún hljóp framhjá innfæddum dyraverði, áfram eftir gangstéttinni og að bílnum hans. Hún rykkti í örvæntingu í hurðina. Hún var læst. Um leið og hún leit um öxl, kom hún auga á beiglaða jeppann. — Halló, sagði Harrison letilega. Rilla var svo fegin að hún fór næst- um að snökkta. Hún flúði yfir götuna og klifraði upp í bílinn við hliðina á honum. — Hamingjunni sé lof! sagði hún. Svo leit hún á hann. — Hvernig vissirðu að ég var hér? Harrison kveikti á eldspýtu og bar hana að pípunni sinni. — La Salle fer alltaf með kvenfólk sitt hingað. — O-ó! sagði Rilla og tók fyrir munn- inn. — Eins og ég sagði þér, er hann sann- arlega enginn heiðursmaður. Rilla sat þegjandi með hendurnar í kjöltunni, meðan bíllinn þaut upp hæðina. 1 höfninni fyrir neðan þau mynduðu ljós- in frá skipunum flekki á svörtu vatninu. Uppi yfir eyðimörkiiini hékk tunglið eins og málmtrumba. Harrison söng Síðasta rós sumarsins. Og af einhverjum duldum ástæðum fannst Rillu að textinn væri ætl- aður sem móðgun við sig. Þegar þau stigu út úr bílnum, sneri hún sér að honum, og stóð þarna berhöfðuð í tunglskininu. — Ég vil að þú vitir að ég er þér þakk- lát, sagði hún hátíðlega. Og mér er það nú ljóst, að þú hafðir ástæðu til að að- vara mig. Harrison stóð með hendur á mjöðmum og horfði á hana. — Á ég að segja þér nokkuð, ungfrú Edwards? — Já? — Ef ég segi þér nú að það hafi ekki verið af umhyggju fyrir persónulegu ör- yggi þínu, sem ég hegðaði mér eins og ég gerði, heldur aðeins af því að ég get ekki látið verkið tef jast vegna þess að einhver á skrifstofunni hegðar sér eins og kjáni, mundi þér þá líða betur? — Já, svaraði Rilla og kinkaði kolli með ákafa. — Miklu betur! — Jæja, en það er nú samt ekki satt, sagði Harrison útúrdúralaust. — Ó—ó? Hún glápti upp í hann, náföl í tunglskininu, eins og magnolíublóm. Hún fann að hann stóð þarna spenntur eins og dýr og hún kingdi munnvatninu tauga- óstyrk. Állt í einu rétti hann snöggt fram hand- leggina og greip um axlirnar á henni, svo hún gaf ósjálfrátt frá sér hljóð. Svo var eins og hann hæfi hana á loft. Andartak brá lykt af olíu og karbólsápu fyrir vitin á henni og í næstu andrá þrýstust varir hans að vörum hennar. Ósjálfrátt greip 36 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.