Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 16

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 16
SiSmsím i'ús smwmmrsíms Aleiðinni inn höfnina á skipsbátnum sagði Charles Blake: — Þetta er nú ekki nema í tvo, þrjá mánuði í mesta lagi, Rilla. Þú átt eftir að kunna vel við þig. Báturinn tók langan sveig til að komast fram hjá fallegum kinnungi á grísku skipi og renndi sér meðfram akkerisföstu her- skipi og óhreinum strandferðadalli. — Minnstu þess að hér eru krossgötur á skipaleiðum heimsins. Tvær síðustu skrif- stofustúlkurnar, sem við sendum hingað, hurfu út í buskann, önnur með liðsfor- ingja úr bandaríska flotanum og hin með einhverjum prinsi frá Balkanlöndunum. Hann þagði svolitla stund. En þú ert nú orðin 26 ára og miklu staðfastari. Hann sagði þetta þannig, að Rillu fannst hún vera gömul norn. Hún leit um öxl, á farþegaskipið sem þau höfðu komið með frá Bordeaux, og sá að La Salle kap- teinn starði á eftir henni. Hann var að koma úr heimfararleyfi, til starfa við franska sendiráðið. Þau höfðu öll borðað saman um borð og nú sendi hann henni eitt af þessum heillandi gallversku brosum sínum, um leið og hann hneigði sig fyrir henni. Rilla brosti á móti og fannst hún nú aftur vera orðin ung stúlka. Charles Blake renndi augunum eftir langri röð af bryggjum og vöruhúsum, í leit að hafnarbakkanum. — Þetta er mikil- vægt verkefni, sem gefur mikið í aðra hönd, Rilla. Og hvað heldurðu? Síðasta kostnaðaráætlunin, sem við fengum frá Harrison, var skrifuð á spássíuna á frönsku dagblaði. Það sem þú átt að gera, er að koma í veg fyrir allt þess- háttar. Við viljum fá almennilegar skýrsl- ur, en Harrison er bara enginn skrif- stofumaður. Charles Blake leit á úrið sitt. — Ég vona að hann sé ekki of seinn. Ég hef ekki nema tvo tíma, þangað til flug- vélin mín fer. Þegar skipsbáturinn kom nær hafnar- bakkanum, leit hann yfir mannfjöldann. Svo sagði hann: — Þarna er Harrison. Við bryggjusporðinn. Þessi hái þarna! Rilla renndi augunum yfir fólltið á bakk- anum og stöðvaði þau við háan, herða- breiðan mann, með blásvartan hárlubba, sem stirndi á í sólinni eins og hrafnsvæng. Harrison var í verkamannabuxum, sem voru orðnar fölbláar eins og Miðjarðar- hafið, og í brúnni vinnuskyrtu. — Kann þetta þarna að tala? spurði hún. — Hann er kannski rustalegur í útliti, en hann er bezti björgunarverkfræðingur- inn í þessum heimi, og er líklegur til að halda áfram að vera það. Því það virðist ólíklegt að hann fari nokkurn tíma til annars heims. Vélin hóstaði og stöðvaðist, og bátur- inn rann upp að þrepunum. Rilla leit upp þegar hún heyrði kallað: — Sæll, Charles! Djúp og sterk rödd Harrisons yfirgnæfði masið í hinum innfæddu. En hann horfði ekki á Charles, heldur starði hann á Rillu. Arabískur bátsmaður hélt skipsbátnum við tröppurnar með haka og þau gengu upp. Rilla sá herðarnar á Harrison bera við innfæ.ddan lögregluþjón með hvíta hanska. Hann kom í áttina til þeirra og greip hendi Charles Blake. — Gaman að sjá þig, forstjóri! I-Iann horfði á öklana á Rillu yfir öxlina á Blake og renndi augunum- upp eftir henni, snarlega eins og fálki. — Halló, sagði hann. — Halló, sagði Rilla og horfði rólega á hann gegnum slörið. Harrison sneri forstjóra sínum við og ýtti honum af stað gegnum mannþröngina. Rilla elti þá og heyrði hann segja. — Hvar fáið þið eiginlega þessi lömb til slátrunar? í Smithfield ? — Ég hugsa að þú eigir eftir að kom- ast að raun um að ungfrú Edwards heldur út sinn ráðningartíma, sagði Charles Blake í þægilegum tón. — Getur verið. Þau komu úr skugganum út í bjart sól- skinið á bílastæðinu. Arabískur drengur sat þar kæruleysislega í jeppa. Hann reis á fætur, þegar þau komu. — Farangurinn kemur í uppskipunarbát, Ali, sagði Harri- son. Taktu við farangri ungfrú Edwards og komdu með hann í leigubíl. Allt í lagi? — Allt í lagi! Ali gekk hringinn í kring- um Rillu og dökku augun í honum tindruðu af aðdáun. Blake kom sér fyrir í aftursæt- inu og Rilla settist í framsætið við hlið- ina á Harrison. Hún fann brennandi heitt sólþurrkað leðrið á sætinu gegnum þunnan kjólinn. Það drundi í vélinni og rykmökkurinn gaus upp um gólfið. Þau þeystu út á göt- una og gegnum umferðina á markaðinum án þess að linna á flautinu. Vindstrokan stóð í gegnum opinn bílinn og feykti til pilsi Rillu. Hún hélt því niðri og leit snöggt til hliðar, í tæka tíð til að sjá bros- ið á andliti Harrisons. Jeppinn ók nú út á hvítan breiðan veg, sem lá upp brekku, með pálmatré á báð- ar hliðar. Bak við græna pálma glytti í hvít einbýlishús í f jarska. Uppi á hæðinni lá vegurinn yfir litla sléttu og síðan aft- ur niður að sendinni strönd. Birtan var nú orðin óþægileg. Rilla losaði slörið og fann sólgleraugu 1 töskunni sinni. Um leið og hún setti þau á sig, sveigði bíllinn snögglega út á slóð og stanzaði í ryk- mekki fyrir framan hvíta byggingu, sem stóð í skugga nokkurra hitabeltistrjáa. Nokkurn spöl úti á víkinni voru tveir eða þrír prammar festir saman og þar surg- aði í hjólavindu. Á öðrum pramma, sem lá við festar, stóð löng röð af innfæddum mönnum, sem létu kassa ganga frá einum til annars inn í vöruhús á ströndinni. Harrison steig út úr bílnum og bandaði með hendinni: — Þarna er verið að vinna. Við erum viku á undan áætlun. Hvað get- urðu stanzað lengi? Charles Blake kom út í hitann til þeirra og þerraði ennið með vasaklút: — Flug- vélin mín fer eftir tvo tíma. — Ágætt! Ég skal lána þér vaðstígvél og fara með þig þangað út. Hann gekk á undan upp að húsinu. Rilla gekk á eftir honum eftir ganginum og horfði með van- þóknun á svitablettina undir höndunum á honum, sem alltaf voru að stækka. Hann opnaði hurð og leit háðslega á hana: — Það er fullt á kristniboðshótelinu. Svo þú verður að þrauka hér hjá mér og Ali á meðan. Út með ströndinni býr uppgjafa prestur og kona hans, og það getur verið að þau taki kostgangara seinna. Við skul- um nú sjá til. Rilla leit í kringum sig í litlu, skemmti- legu hvítkölkuðu herbergi og sagði kulda- lega: — Þú skalt ekkert vera að hafa fyr- ir því. Ef mér geðjast ekki að þessu, þá geri ég mínar eigin ráðstafanir þegar ég hef haft tíma til að líta í kringum mig. — Allt í lagi, sagði Harrison. Ali kemur á hverri stundu. Sjáumst seinna. Rilla var að þvo af sér sokka, þegar hún heyrði þá koma neðan frá bátnum. Þeir stönzuðu á svölunum og hún heyrði að Harrison ræddi faglega um strauma og þrýsting á vatninu. Skömmu seinna ýttu þeir til stólunum og Blake kallaði á hana. Þegar hún kom út, stóð hann með hattinn og skjalatöskuna í hendinni. Hann tók laust undir olnbogana á henni og sagði: — Ég er búinn að líta á skrifstofuna, telpa mín. Þú átt margra mánaða vinnu fyrir höndum. Rilla brosti dauflega. Gegnum rimlana sá hún að Harrison var seztur upp í bílinn. Bláke skildi hvað hún var að hugsa. Hann er ekki svo afleitur. Rilla leit undan: — Mér finnst hann al- veg hræðilegur. Hann leiddi hana í áttina til bílsins. — Það eru aðeins eftir tveir mánuðir af samningstímanum og þeir eru nú þegar viku á undan áætlun, eins og þú heyrðir. Þú færð ekki einu sinni tíma til að verða hans vör. Hann hristi handlegginn á henni vingjarnlega og steig upp í bílinn. Harri- son ók af stað, án þess ,svo mikið sem líta á hana. Jeppinn staldraði við til að hleypa dæld- uðum leigubíl inn um hliðið. Rilla sá Ali í framsætinu. Farangrinum hennar var staflað upp í aftursætinu. Ali bar inn tösk- urnar og hún heyrði háværar deilur úti í garðinum. Svo kom Ali aftur inn. — Hvað er að, Ali ? spurði hún. — Þessir leigubílstjórar eru bölvaðir ræningjar. Rilla hélt höndunum fyrir aftan bak. — Ali, meðan ég er hérna, vil ég ekki heyra þig nota þetta orð. — Hvað er að? Herra Harrison segir það alltaf. — Þú verður samt að hætta því núna, sagði Rilla. — Allt í lagi, ungfrú Edwards. Ég segi þá ekki oftar ræningi. — Ekki það, hitt orðið, sagði Rilla og roðnaði upp í hársrætur. — Allt í lagi. Ali brosti sakleysislega. Möfumiur þessarar sögu er frá Nýja Sjálandi. Hann hefur tekið sór ýmislegt fyrir hendur á sinni 35 ára æfi m. a. skrifað fimm kú- rekasögur og eina skáldsögu. Auk þess hefur hann verið við humar- veiðar, starfað sem auglýsingamað ir hjá kvikmyndafélagi og sviðs- maður hjá umferðaleikflokki, leikið á orgel í kirkju og verið toll- he'mtumáður í smáþorpi. Nú býr hann í dráttarvagni í Cornwall í Eaglandi með konunni sinni, sem e ■ listakona. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.