Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 8
142 MENNTAMÁL að það álit skapist, að verknámsdeildin sé eins konar „tossabekkur“, enda er það fjarri því, að ég líti þannig á skiptinguna. Þarna á að haga svo námsefni og námi, að nemendur, sem eiga sína beztu hæfileika á sviði verk- legrar getu, njóti sín engu síður en bóknæma fólkið í hin- um deildunum.“ „Það finnst mér hyggilega litið á málin,“ segir rit- stjórinn. „Auk þess er tilætlunin sú að leggja töluverða stund á vélritun og bókfærslu í verknámsdeild," heldur skólastjór- inn áfram, „en tíminn leyfir ekki, að þær námsgreinar séu kenndar í bóknámsdeild. Með þessu ætla ég að jafna enn metin milli deildanna, svo að nemendum, sem hafa bæði góðar bóknámsgáfur og hneigðir til verklegra hluta, þyki ekki of mikið misst, þótt þeir stundi nám í verknáms- deild. En mér hefur reynzt, að unglingum hafi þótt mikill ávinningur að kennslu í vélritun og bókfærslu.“ „Þú vilt eftir þessu ekki síður efla námið í verknáms- deild en í bóknámsdeild?“ „Það er rétt skilið. Okkur vantar alls staðar fólk á verklega sviðinu, fólk, sem er vel menntað í verklegum efn- um. Skólalöggjöfin nýja hefur tengt saman námið í bók- námsdeildum gagnfræðaskólanna og nám í framhalds- skólum á bóklega sviðinu, og á þann hátt veitt nemend- um bóknámsdeildanna mjög mikils verð réttindi. Á sama hátt þarf að tryggja það, að iðnlöggjöfin taki tillit til og viðurkenni þann verulega undirbúning til iðnstarfa, sem nú mun bráðlega fást með verklegu námi unglinga í verk- námsdeild gagnfræðaskólanna í þrjá eða fjóra vetur. Þetta mætti til dæmis gera með því að láta iðnnámstíma þeirra vera styttri en annarra, sem ekki hafa notið slíks undirbúnings, enda hafi nemendum verknámsdeildar meðal annars verið kennd meðferð og notkun ýmiss konar vinnuvéla.“

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.