Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 38

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 38
172 MENNTAMÁL Þegar Pestalozzi var 16 ára gamall, gaf Rousseau út hið heimskunna uppeldisrit sitt, Emil, þar sem hann hafði endaskipti á flestum eða öllum eldri kenningum um upp- eldi barna og lagði mesta áherzlu á, að uppeldið ætti að miðast við börnin, en ekki við fullorðna fólkið, eins og hann segir í formála ritsins: „Spakvitrustu hugsuðir hafa helgað sig íhugunum um það, hvað manni beri að vita, en síður hinu, hvað barni sé unnt að læra. Þeir einblína á manninn í barninu, en leiða aldrei hugann að því, hvað barnið er áður en það verður maður.----------Þú verður því fyrst af öllu að athuga nemendur þína betur, því að vissulega átt þú margt ólært um þá.“ Hér er ekki rúm til að rekja, hverja þýðingu Rousseau og rit hans hafa haft fyrir allt uppeldi síðan, en Pestalozzi varð svo gagntekinn af þessari bók hans, að hann helgaði sig uppeldisstörfum þaðan í frá til æviloka, því að á þann hátt hugði hann sig geta komið almenningi að mestu gagni, en áður hafði hann ætlað sér að verða prestur eða lögfræðingur. Nokkrum árum síðar keypti Pestalozzi sér jörð og reisti þar bú, Nýjabæ. Það var að nokkru leyti fyrir áhrif frá Rousseau og kenningu hans um, að menn ættu að hverfa aftur til náttúrunnar. Um líkt leyti kvongaðist hann ágætri konu, sem reyndist honum ómetanlegur styrkur í ævistarfi hans. Uppeldi Jakobs sonar þeirra hefur Pestalozzi lýst í ritinu Dagbók föðurms. Pestalozzi brugðust allar vonir sínar um búskapinn í Nýjabæ, enda var honum ósýnt um alla búsýslu og allan veraldargróða. Þá stofnaði hann þar uppeldisheimili (1775), og var svo til ætlazt, að nemendurnir lærðu ekki aðeins að lesa, skrifa og reikna, heldur einnig algeng störf utan húss og innan og gætu þannig endurgreitt náms- kostnað sinn að meira eða minna leyti. Kennslu og vinnu skyldi sameina, en markmiðið var, að nemendurnir gætu orðið starfshæft og sjálfbjarga fólk. Var þetta upphaf

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.