Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 26
160. MENNTAMÁL vonir við skólastofnun þessa, einkum þeir, sem ekki þekktu stofnandann. En kunnugir vissu, að hér var ekki um venjulegan bóndamann að ræða, heldur mann, sem hlotið hafði töluverða skólamenntun og var auk þess gædd- ur miklu andlegu atgervi. Benedikt Björnsson, stofnandi skólans, hafði lokið gagn- fræðaprófi með lofi við Möðruvallaskóla og orðið þar fyrir miklum og góðum áhrifum af hinum ágæta skólamanni, Jóni Hjaltalín, og entust þau áhrif honum lengi síðan. Auk þess hafði Benedikt setið í 2. bekk Lærðaskólans í Reykjavík, en varð að hætta þar námi, sumpart vegna heilsubrests og sumpart af fjárhagslegum ástæðum. Jafn- framt var Benedikt maður víðlesinn og hafði rækilega hagnýtt sér allan þann bókakost, er hann átti völ á í upp- vextinum, og fylgdist hann vel með stefnum og straum- um í andlegu lífi þjóðarinnar á þessum árum. Benedikt hafði byrjað búskap ásamt æskuvini sínum vorið 1904. Hóf hann búskapinn með tvær hendur tómar og hafði ekki annað fram að leggja en andlega og líkam- lega orku sína og bjartsýni. Gekk hann að bústörfunum með mikilli atorku og dugnaði. En ýmis óhöpp steðjuðu að þeim félögum í búskapnum, t. d. kom upp skæð veiki í fé þeirra vorið 1906, svo að þeir misstu það nálega allt. En Benedikt vildi ekki gefast upp, þótt móti blési, og hóf nú baráttu á nýju sviði með því að stofna unglinga- skólann. Með því fékk hann olnbogarúm til þess að neyta sinna andlegu krafta og láta aðra gott af hljóta. Það var mikið færzt í fang á þeim tímum fyrir efna- lausan mann að stofna slíkan skóla á eigin ábyrgð og aðstoðarlaust, því að reksturinn hlaut að hafa nokkurn kostnað í för með sér, en hins vegar urðu námsgjöld að vera lág og miðast við almenna getu nemenda, sem yfir- leitt voru efnalausir unglingar. Einhverja von mun hann þó hafa haft um styrk úr landsjóði, þótt allar slíkar greiðsl- ur væru þá mjög við nögl skornar, og því ekki mikils að

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.