Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 24
158 MENNTAMÁL Ingvar Gunnarsson sextugur Ingvar Gunnarsson, kennari í Hafnarfirði, er fæddur í Skjaldakoti á Vatnsleysuströnd 4. nóv. 1886. Hann tók kennara- próf 1911 og var síðan farkennari í ýmsum stöð- um nokkur ár. Kennari við barnaskólann í Hafnar- firði varð hann 1920 og hefur verið það síðan. Þótt Ingvar hafi unnið mikið og gott starf í kennslu sinni öll þessi ár, hefur hann þó jafnframt leyst af höndum annað starf, ekki síður merkilegt. Svo er mál með vexti, að málfundafélag í Hafnarfirði, Magni, tók sér fyrir hend- ur árið 1922 að koma upp í Hafnarfirði skemmtigarði, þar sem varðveitzt gætu einkenni hraunsins, sem bærinn stendur á. Ræktun hófst í garði þessum, Hellisgerði, 1924, og var Ingvar Gunnarsson þá ráðinn umsjónar- maður garðsins, og hefur hann verið það síðan og löng- um ráðið mestu um ræktunina þar, en Hellisgerði er fyrir löngu landfrægt orðið vegna fegurðar og sérkenni- leiks. Það var því ekki ófyrirsynju, að Ingvar var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1. jan. 1946 vegna starfa sinna í Hellisgerði. Um Hellisgerði, ræktunina þar og störf Ingvars í því sambandi má lesa í 25 ára minningarriti Magna, en það kom út á fyrri hluta þessa árs.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.