Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 6
44 MENNTAMÁL skólar risu upp hver á fætur öðrum, ekki aðeins í heima- landi höfundar, heldur og á Englandi, Frakklandi, Hollandi, Þýzkalandi, Rússlandi, Norðurlöndum og Spáni, í Ame- ríku, Kína og Japan. Sennilega vita fáir, að jafnvel hér á landi voru gerðar tilraunir með Montessori-skóla um nokkurt skeið. Þessar tilraunir gerðu þær frú Aðalbjörg Sigurðardóttir og frú Jóna heitin Sigurjónsdóttir, for- stöðukona. Síðan hélt Guðrún Björnsdóttir frá Grafarholti starfi þeirra áfram um sinn. Á síðustu áratugum hefur hið mikla fylgi, er Montessori- aðferðin átti í upphafi að fagna, tekið að réna. Að vísu á hún ennþá stóran hóp dyggra áhangenda meðal skóla- manna, sem lengi munu halda á lofti merki hins fallna for- ingja síns og fylgja kenningum hins mikilhæfa brautryðj- anda í einu og öllu. Og Montessori-skólar standa traustum fótum víða um lönd. En Montessori-kenningin hefur og sætt mikilli gagnrýni af hálfu sálfræðinga og uppeldisfræð- inga. Fullkomnari sálfræðilegar rannsóknaraðferðir og aukin þekking hafa fært mönnum heim sanninn um, að Montessori-aðferðin byggist á úreltum og röngum kenn- ingum um eðli og þroska sálarlífsins, auk þess sem hún er sniðin um of eftir þeim aðferðum, sem hæfa fávitum og öðrum vangefnum börnum. Leikfangakerfið er of einhæft, og hinar rígbundnu leikaðferðir leggja óeðlilegar hömlur á leikfrelsi barnsins, heftir hugmyndaflug þess og sköpun- arþrá. En hvað sem allri gagnrýni líður, hefur Maria Mont- essori lagt ómetanlegan skerf til uppeldisfræði nútímans og unnið merkilegt brautryðjandastarf á sviði smábarna- uppeldis. Hún var ein af þeim fyrstu, sem lagði vísindaleg- ar rannsóknir til grundvallar kenningum sínum, enda leit hún ekki einungis á skóla sína sem uppeldisstofnanir, held- ur einnig sem uppeldisfræðilegar rannsóknarstöðvar. Montessori var einnig ein þeirra fyrstu, sem tóku leiki og leikföng í þágu uppeldisins, Leikskóla- og dagheimila-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.