Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 47 Vélvirkjun. Þessar breytingar hafa þær óhjákvæmilegu afleiðingar í för með sér, að undirbúningstíminn undir lífsstörfin leng- ist fyrir mikinn hluta unglinganna, hliðstætt því sem áður hafði gerzt varðandi þá, sem bjuggu sig undir embætti. Þjóðfélaginu bætist nýtt verkefni til úrlausnar. Það þarf að sjá fyrir því, að þessi undirbúningstími notist ungling unum vel og giftusamlega. Áður en þessar breytingar gerðust, þekktist varla önn- ur tilhögun á skólauppeldi unglinga en hið bóklega gagn- fræðanám. Hefur undirritaður svo oft leitazt við að sýna fram á, hversu illa það hæfir hinum nýju viðhorfum, að það verður ekki endurtekið hér. En það mátti öllum ljóst vera, að það kostaði nokkurt átak að koma verknámsdeildum á laggirnar. Það er stór- um dýrara að halda verknámsskóla en bóknámsskóla. Um það bil helmingi færri nemendur eru í kennslustund. Verða

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.