Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 15
menntamál 53 SlMON JÓH. ÁGÚSTSSON prófessor: Alþjóðleg ráðstefna um geðvernd. Dagana 21. apr. til 3. maí s. 1. var haldin ráðstefna í Sju- sjöen í Noregi um geðvernd barna. Var hún haldin á veg- um Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Að tilhlutan landlæknis sóttu ráðstefnuna þrír menn af íslands hálfu, þeir dr. Broddi Jóhannesson, dr. Helgi Tómasson og sá, er þetta ritar. Þátttakendur í ráðstefnunni voru eingöngu Skandin- avar, voru þeir alls 44; 18 geðlæknar, 15 sálfræðingar og 11 ármenn (socialworkers), er vinna nú við allar aðal- stofnanir á Norðurlöndum, sem láta til sín taka geð- heilsu barna. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kostaði ferðir allra þátttakenda, en norska félagsmálaráðuneytið annaðist móttökur. Var aðbúð öll með ágætum. Veitti Bretinn Hargreaves ráðstefnunni forstöðu, en hann er formaður þeirrar deildar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, sem fjallar um geðvernd. Aðalumræðuefnið var allan tímann félagsþroski barna, frá fæðingu til kynþroskaára, og þýðing hans fyrir geð- heilsu manna síðar í lífinu. Þessir sérfræðingar fluttu er- indi: Dr. Erik Erikson, dr. Sybille Escalona og dr. Fxútz Redl frá Bandai’íkjunum, dr. E. Miller og dr. John Bowlby frá Bretlandi, og dr. A. Repond frá Sviss. Voru fyrirlestr- ar daglega, umræður í flokkum, spurningar og svör. Á kvöldin voru oft sýndar kvikmyndir af börnum, og voru þær sumar mjög merkilegar og vörpuðu skýru ljósi yfir ýmis vandamál, sem rædd voru. Því miður hef ég ekki tíma til að skýra rækilega frá um-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.