Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.05.1952, Blaðsíða 32
70 MENNTAMÁL Sjötugur: Jakob Kristinsson „Látlaus í háttum, en hár í mennt, högum þess smáa hann unni. Af andagift ríkar hér aldrei var kennt, né auðugri hjartans brunni.“ Mikill öldungur, Jakob Kristinsson, fyrrverandi fræðslumálastjóri, átti sjötugsafmæli 13. maí s. 1. Hann gegndi embætti fræðslumálastjóra frá 1938—1944. Lítt mundi það þó að skapi afmælis- barnsins, að hann væri gerður að goði á þeim stalli. f því starfi stafar meiri ljómi af frumherjanum, Jóni Þórarins- syni, og arftaka hans, Ásgeiri Ásgeirssyni, sem mest og bezt hefur unnið í því embætti. En vel hélt Jakob fram stefnunni sem vonlegt var um slíkan öndvegismann. Jakob er fyrst og fremst dýrlegur kennimaður, eins og segir í fornum sögum, kennimaður alþjóðar. f ræðu og riti ber hann gullhjálm yfir glæstustu kenni- menn samtíðar sinnar bæði að göfgi og snilli. Orð hans Jakob Kristinsson.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.