Menntamál - 01.05.1952, Side 32

Menntamál - 01.05.1952, Side 32
70 MENNTAMÁL Sjötugur: Jakob Kristinsson „Látlaus í háttum, en hár í mennt, högum þess smáa hann unni. Af andagift ríkar hér aldrei var kennt, né auðugri hjartans brunni.“ Mikill öldungur, Jakob Kristinsson, fyrrverandi fræðslumálastjóri, átti sjötugsafmæli 13. maí s. 1. Hann gegndi embætti fræðslumálastjóra frá 1938—1944. Lítt mundi það þó að skapi afmælis- barnsins, að hann væri gerður að goði á þeim stalli. f því starfi stafar meiri ljómi af frumherjanum, Jóni Þórarins- syni, og arftaka hans, Ásgeiri Ásgeirssyni, sem mest og bezt hefur unnið í því embætti. En vel hélt Jakob fram stefnunni sem vonlegt var um slíkan öndvegismann. Jakob er fyrst og fremst dýrlegur kennimaður, eins og segir í fornum sögum, kennimaður alþjóðar. f ræðu og riti ber hann gullhjálm yfir glæstustu kenni- menn samtíðar sinnar bæði að göfgi og snilli. Orð hans Jakob Kristinsson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.