Menntamál


Menntamál - 01.05.1952, Qupperneq 9

Menntamál - 01.05.1952, Qupperneq 9
MENNTAMÁL 47 Vélvirkjun. Þessar breytingar hafa þær óhjákvæmilegu afleiðingar í för með sér, að undirbúningstíminn undir lífsstörfin leng- ist fyrir mikinn hluta unglinganna, hliðstætt því sem áður hafði gerzt varðandi þá, sem bjuggu sig undir embætti. Þjóðfélaginu bætist nýtt verkefni til úrlausnar. Það þarf að sjá fyrir því, að þessi undirbúningstími notist ungling unum vel og giftusamlega. Áður en þessar breytingar gerðust, þekktist varla önn- ur tilhögun á skólauppeldi unglinga en hið bóklega gagn- fræðanám. Hefur undirritaður svo oft leitazt við að sýna fram á, hversu illa það hæfir hinum nýju viðhorfum, að það verður ekki endurtekið hér. En það mátti öllum ljóst vera, að það kostaði nokkurt átak að koma verknámsdeildum á laggirnar. Það er stór- um dýrara að halda verknámsskóla en bóknámsskóla. Um það bil helmingi færri nemendur eru í kennslustund. Verða

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.