Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 22
148 MENNTAMÁL reynd, að velheppnuð sállækning hækkar stundum greind- arvísitölu barnsins og það svo, að miklu munar. Um sama leyti og barnið er rannsakað, er reynt að fá eins rækilegar upplýsingar um það og umhverfi þess hjá foreldrunum og unnt er. Þeim er sendur spurningalisti, sem þau eru beðin að gefa svör við. Þar eru meðal annars spurningar sem þessar: í hverju eru vandkvæði barnsins fólgin? Hvenær hófust þau? Hafið þér gert yður nokkrar hugmyndir um, af hverju þau kunni að stafa? Hvernig hafið þér reynt að ráða bót á þeim? Síðan er móðirin kölluð til viðtals (sjaldan faðirinn), og er það samtal mjög mikilvægt. Reynt er að fá móður- ina til að gefa sem flestar upplýsingar um barnið. Hún er beðin að lýsa vandkvæðum barnsins og segja allt um þau, sem hún veit. Hún er spurð um æviferil barnsins, og lögð er mikil áherzla á að fá sem mest að vita um fyrstu æviár þess. Vil ég nú telja upp nokkur atriði, sem alltaf er spurt um. Hvernig var líðan móðurinnar um meðgöngu- tímann? Óskuðu foreldrarnir sér að eignast barn? Óskuðu þeir sér drengs eða telpu, eða höfðu þeir engar sérstakar óskir þar að lútandi? Hvernig gekk fæðingin? Hve stórt og þungt var barnið? Hve lengi fékk það brjóst? Hvernig gekk að venja það af brjósti? (Hvernig tók barnið því — og hvernig var það vanið af brjósti?) Fékk það pela, snuð? Hefur það sogið fingur? (Hvenær og í hve ríkum mæli?) Hvernig hefur móðirin brugðizt við því? Hvenær varð barnið hreint og þurrt? (Og hvernig gekk að venja það?) Hvernig hefur heilsa barnsins verið? (Nefna sjúkdóma, sem það hefur fengið, hvenær það fékk þá og hversu al- varlegir þeir voru). Hefur það legið í sjúkrahúsi? Enn- fremur er spurt um getu barnsins á ýmsum sviðum (ganga, tala o. s. frv.) og almennt framferði þess. Þegar móðirin hefur rætt alllengi um barnið, er hún spurð um heimilisástæður sínar, stærð fjölskyldunnar (systkini barnsins, ef þau eru) o. fl. Reynt er að fá hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.