Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 22

Menntamál - 01.12.1956, Side 22
148 MENNTAMÁL reynd, að velheppnuð sállækning hækkar stundum greind- arvísitölu barnsins og það svo, að miklu munar. Um sama leyti og barnið er rannsakað, er reynt að fá eins rækilegar upplýsingar um það og umhverfi þess hjá foreldrunum og unnt er. Þeim er sendur spurningalisti, sem þau eru beðin að gefa svör við. Þar eru meðal annars spurningar sem þessar: í hverju eru vandkvæði barnsins fólgin? Hvenær hófust þau? Hafið þér gert yður nokkrar hugmyndir um, af hverju þau kunni að stafa? Hvernig hafið þér reynt að ráða bót á þeim? Síðan er móðirin kölluð til viðtals (sjaldan faðirinn), og er það samtal mjög mikilvægt. Reynt er að fá móður- ina til að gefa sem flestar upplýsingar um barnið. Hún er beðin að lýsa vandkvæðum barnsins og segja allt um þau, sem hún veit. Hún er spurð um æviferil barnsins, og lögð er mikil áherzla á að fá sem mest að vita um fyrstu æviár þess. Vil ég nú telja upp nokkur atriði, sem alltaf er spurt um. Hvernig var líðan móðurinnar um meðgöngu- tímann? Óskuðu foreldrarnir sér að eignast barn? Óskuðu þeir sér drengs eða telpu, eða höfðu þeir engar sérstakar óskir þar að lútandi? Hvernig gekk fæðingin? Hve stórt og þungt var barnið? Hve lengi fékk það brjóst? Hvernig gekk að venja það af brjósti? (Hvernig tók barnið því — og hvernig var það vanið af brjósti?) Fékk það pela, snuð? Hefur það sogið fingur? (Hvenær og í hve ríkum mæli?) Hvernig hefur móðirin brugðizt við því? Hvenær varð barnið hreint og þurrt? (Og hvernig gekk að venja það?) Hvernig hefur heilsa barnsins verið? (Nefna sjúkdóma, sem það hefur fengið, hvenær það fékk þá og hversu al- varlegir þeir voru). Hefur það legið í sjúkrahúsi? Enn- fremur er spurt um getu barnsins á ýmsum sviðum (ganga, tala o. s. frv.) og almennt framferði þess. Þegar móðirin hefur rætt alllengi um barnið, er hún spurð um heimilisástæður sínar, stærð fjölskyldunnar (systkini barnsins, ef þau eru) o. fl. Reynt er að fá hana

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.