Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 57

Menntamál - 01.12.1956, Side 57
MENNTAMAL 183 gangur þess er að kynna bókmenntir meðal nemenda og miðla þeim bæði skemmtan og fróðleik. Stofnun Braga var okkur nemendum mjög þörf, þar eð allir vita, að hinu andlega lífi nemenda er illa farið, ef þeir heyra og lesa ekkert annað en námsbækur einar. Áhugi nemenda á fé- laginu var mikill, einkanlega fyrstu árin, en því miður virðist hann hafa farið minnkandi upp á síðkastið, en vonandi stendur það til bóta. Fyrsta árið var haldið uppi leshring, þar sem kennarar lásu og skýrðu fyrir nemend- um ýmsar perlur bókmenntanna, en starfsemi sú hefur lagzt niður, og er því illa farið. Félagið heldur um sex kvöldvökur á vetri, og eru þær mjög fjölbreyttar og á- nægjulegar. I fyrstu voru einungis fengnir ræðumenn og upplesarar utan skóla, fræg skáld komu og lásu upp úr verkum sínum og ungskáldavaka var einu sinni á ári, þar sem helzu ungskáld þjóðarinnar miðluðu okkur af andagift sinni. Síðan fór félagið að færast heldur meira í fang og helgaði eina kvöldvöku upprennandi skólaskáldum, og er það að verða fastur liður í dagskrá félagsins. Jafnan er fullskipað í hátíðasalnum, er skólasystkini okkar stíga í ræðustólinn, því að allir eru ákafir að heyra, hvað þau hafa fram að færa, og bera undir niðri mikla virðingu fyrir þessum listgefnu skólasystkinum. Er vonandi, að nemendur Menntaskólans haldi ávallt tryggð við Braga og kosti kapps um að kynna íslenzkar og erlendar bókmennt- ir í skólanum. Selið. Ekki má hverfa frá félagslífi Menntaskólans án þess að minnast fáum orðum á Selið, sem veitt hefur nem- endum óteljandi ánægjustundir. Selið reistu nemendur 1986 að fyrirlagi Pálma Hannessonar. Tilgangur með byggingu þess var sá, að nemendur færu þangað nokkrum sinnum á vetri til jarðfræðiiðkana. Var sá háttur hafður á fyrstu árin, en síðar urðu það eingöngu skemmtiferðir. Hver bekk- ur fer þangað tvisvar til þrisvar á vetri og dvelst þar 2 óaga í senn. Er þar margt gert til skemmtunar, kvöldvök-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.