Menntamál


Menntamál - 01.04.1969, Page 16

Menntamál - 01.04.1969, Page 16
10 MENNTAMÁL og lífsviðhorfum þeirra. Aukin þekking í öllum greinum vísinda og hagnýting hennar er undirstaða þessara fram- fara. Eðlisfræði og efnafræði hafa öðrunr greinum fremur valdið þessari þróun. Nefndin telur því nauðsynlegt að kynna þessar undirstöðugreinar í fullu samræmi við kröfur nútímaþjóðfélags. Æskilegt verður að teljast, að sem flestir þegnar skilji meginþætti þess þjóðfélags, sem þeir lifa í. Þeim hlýtur því að vera nauðsyn að vita nokkur deili á þessum greinum, auk þess sem æ fleiri störf krefjast beint eða óbeint slíkrar þekkingar. Nefndin telur, að megintilgangur kennslu í eðlis- og efnafræði á gagnfræðastigi sé að búa nemendur undir líf og starf í breytilegu þjóðfélagi, svo að hinn almenni borg- ari verði hvorki hræddur við vísindi né blindur dýrkandi þeirra. Honum ætti að vera ljóst, að flest náttúruleg fyrir- bæri eiga sér eðlilega orsök og að beiting vísindalegra vinnubragða er mikilvæg til þess að öðlast skilning og nokkra stjórn á umhverfi okkar. Með kennslunni skal þjálfa nemendur í mati gagna og túlkun þeirra og venja þá á að íhuga, á hvern hátt megi afla frekari vitneskju til að fá skýrari mynd af því, sem at- liugað er. Nefndin telur, að farsælast sé, að námsefni allra nem- enda fram að 16 ára aldri sé hið sama í meginatriðum. Námsefnið á að glæða áhuga nemenda á vísindum og auka skilning þeirra á grundvallaratriðum greinanna og mikil- vægi þeirra í daglegu lífi. 2.2. Núverandi kennsla í eðlis- og efnafiæði í íslenzkum barna- og gagnfræðaskólum. Áður en fræðslulögunum var breytt árið 1946, voru eðlisfræði og efnafræði kenndar nokkuð víða í barnaskól-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.