Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 6
Hjónin Bogi Pétursson og Margrét Magnúsdóttir. Á bak vió þau sést mynd af Astjörn. Foreldrar þínir flytja til Akureyrar þegar þú átt eftir eitt ár í barnaskóla og þú verður efiir. Hvernig kom það til? Ég vildi ekki fara til Akureyrar. Ég gat ekki hugsað mér aó fara að læra í ókunnum skóla. Ég fékk aó vera hjá lækninum á Eski- firói þennan vetur gegn því að fara í allar sendiferóir, hugsa um belju, hrút og 40 gæsir. Varstu ekki einmana þennan vetur? Þaó var lítill strákur sem kvaddi fjölskylduna og horfói eftir strandferðaskipinu. Ég hafói mikió aó gera og hafði ekki tíma til þess aó láta mér leióast. En þaó komu kaflar þegar mér fannst ég vera afskaplega einmana. En þá hafói ég það góóa ráó aó fara til móður- systur minnar, hún hét Eva, og þangaó fór ég oft. Hún gerói vió fötin mín, þvoði af mér og hún sá oft hvernig stráknum leió og tók mig í fangió og huggaói mig. Hvernig var það, fermdist þú á Eskifirði? Já, ég gekk til prestsins þegar ég bjó hjá lækninum. Þau hjónin voru miklir komm- únistar og um tíma var ég afskaplega hrif- inn af þessu öllu saman. Ég held að þaó hafi ekki munaó miklu aó ég yrði kommún- isti. En sem betur fer endaói þaó ekki þannig. Þetta var mikil lífsreynsla að vera einn. Læknishjónin sögóu mér aó ég mætti bjóóa í kaffi á fermingardeginum og þaó komu fimm ættingjar og drukku kaffi meó okkur. Ég fór hins vegar aldrei til altaris. Þann dag fékk ég fyrirskipun um að hreinsa út frá hrútnum sem ég hafói verið að passa og koma mykjuhaugnum frá húsinu. Ég hugs- aði oft um þaó, hvers vegna fékk ég ekki aó fara til altaris eins og hin börnin. Minning- in um dauóa Krists er í dag helgasta athöfn sem ég tek þátt í, þegar minnst er dauóa Krists og upprisu. Guó var svo góður aó hann leiddi mig á þaó stig aó ég hef oft tækifæri til þess að minnast þess og þó svo aó ég hafi misst af þessu tækifæri aó ganga upp aó fermingaraltarinu þá held ég aó hann hafi bætt mér þetta upp seinna. Eftir þennan erfiða vetur á Eskifrði fytur þú til foreldra þinna á Akureyri og ferð að vinna á skó- gerð SIS. Nokkru seinna gerist svo sá gleðiat- burður að þú frelsast. Viltu segja okkur aðeins frá því? Ég var á kafi í íþróttum og var í raun og veru ekkert að hugsa um Guó og eilífóina. En svo kom atvikió sem varó til þess að ég frelsaóist. Bróóir minn tveggja ára veiktist skyndilega. Þegar ég fór meó lækninum um nóttina í apótekið sagói hann mér aó þaó væri lítil von fyrir þennan dreng. Ég tók þetta afskaplega nærri mér og fór að hugsa um hvaó ég gæti gert. Það kom í huga mér aó reyna aó biðja og ég baó eins oft og ég gat. Tíu dögum seinna sagói læknirinn: „Hér hefur gerst kraftaverk. Þessi drengur átti aó vera dáinn fyrir fjórum dögum síð- an.“ Þarna hafói eitthvaó gerst sem var ótrúlegt og óútskýranlegt. Vió vorum öll glöð yfir því aó Halli var kominn úr allri hættu og ég var afskaplega glaóur yfir því aó Guð hafói heyrt bænir mínar. Enginn vissi um aó ég var alltaf að biðja fyrir hon- um í herberginu mínu og í vinnunni. Um kvöldió þegar ég fór aó sofa var ég svo glað- ur og þakklátur aó ég kraup við rúmió mitt 20 ára gamall og ég sagði aóeins þessi fáu oró „Þakka þér Guó fyrir aó þú hefur verið mér syndugum líknsamur." Ég sagði ekki mikió meira, en ég sagói þetta af öllu hjarta. Og þá var eins og himininn opnaó- ist og ég sá Krist á krossinum. Þaó fór straumur um mig af vellíóan, af friði og gleði og mér fannst ég finna þegar Guð hreinsaði syndir mínar í burtu. Þaó var allt annar Bogi Pétursson sem lagóist til hvíldar þetta kvöld og svaf yndislega þessa nótt. Mér fannst ég finna fyrir því aó mér þætti svo vænt um alla. Jafnvel þeir sem mér var ekkert vel vió í verksmiójunni voru orðnir vinir mínir í huga mér. Og ég sagði vió sjálf- an mig: „Ég veró aó segja pabba frá þessu á morgun." Og ég sagði líka við sjálfan mig: „Þaó er hægt aó frelsast." Og ég var mjög ákveóinn í því aó ég ætlaói aó segja frá. En því mióur þá vantaói kjarkinn. 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.