Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2002, Page 7

Bjarmi - 01.12.2002, Page 7
Fyrsti drengjahópurinn á Ástjörn 1946. Bogi Pétursson lengst til vinstri. Nokkru seinna kemst pú svo í kynni við Brceðra- söfnuðinn á Sjónarhceð. Hvernig bar pað að? I desemberlok 1945 mætti ég enskukennar- anum mínum, Sæmundi G. Jóhannessyni á förnum vegi. Hann sagði mér að það væri venja sín að bjóða nemendum á samkomu einu sinni á ári og spurði hvort ég vildi ekki koma á gamlárskvöld. Eg fór á samkomu á gamlárskvöld og þar hef ég verið á sam- komum síðan í meira en fimmtíu ár. Eg kynntist Arthur Gook sem hafði þá starfaó sem trúboði á Akureyri frá 1903. Það var þó nokkuð margt fólk í söfnuðinum og á samkomum. Gook var alveg einstakur ræðumaður. Hann kunni að byggja upp ræóur. Hann sagði mér: „Ég bý alltaf til grind og svo negli ég á grindina eftir því sem efni og aðstæður leyfa.” Þú ferð á samkomu á gamlárskvöld og ert svo í beinu framhaldi afpví kominn í barnastarfsafn- aðarins um veturinn og ert starfsmaður á As- tjörn fýrsta sumarið sem par eru reknar sumar- búðir. Já, strax þennan vetur þá bauó Sæmundur mér aó hjálpa til í sunnudagaskólanum í Glerárhverfi sem vargeysiöflugur. Mér þótti afskaplega gaman aó vera með börnunum. Auk þess aó vera meó sunnudagaskóla þar aðra hvora helgi, notaói hann hinar helg- arnar til þess að fara út á Hjalteyri, Árs- skógssand og Dalvík sama sunnudaginn. Þegar Sæmundur spurði mig hvort ég vildi hjálpa til á Ástjörn sagði ég já, en ég man að ég hugsaði mér þegar ég fór austur aó ég ætlaði ekki aó láta festa mig í þessu starfi. Eg var mjög ákveðinn í því að losa mig fljótt úr þessu því þetta myndi eyðileggja alla möguleika mína við að geta ferðast á sumr- in og ég yrði alltof upptekinn af þessu. Svona var nú hugsunin í byrjun. En Guð sleppti mér ekki. Og ég hef alltaf litió svo á aó ég hafi fengið köllun til þessa starfs enda uróu árin 55 sem ég starfaði á Ás- tjörn. Eftir að hafa hjálpað til í 13 ár á Ás- tjörn fékk ég þaó hlutverk að veita Ástjörn forstöðu. Þegar ég lít yfir Ástjarnarstarfiö þá sé ég það að Guð hefur verið góóur. Hann hefur verió góóur við mig og hann hefur blessaó marga sem hafa komió að verki þarna. Það er svolítið merkilegt að segja frá því aó ég átti stóran systkinahóp og systkini mín fóru hvert af öðru að hjálpa. En pó að pú hafir átt stóra fjölskyldu sem hjálp- aði mikið pá veit ég að pú áttir líka stundir á Ás- tjörn par sem pér fannst pú vera algjörlega einn. Já, já, þaó kom fyrir. Mér fannst að nú væri tími minn búinn. Ég man eftir því einu sinni að ellefu manns ætluðu að koma meó mér síóustu helgina áóur en starfió færi af staó til þess að gera allt klárt. Á síóustu stundu hættu allir við og ég stóð einn eftir. Við hjónin báðum mikið þetta kvöld. Ég dró texta úr fimmtu Mósebók og 1. kafla og 15. versi. Þar stendur: „Vertu hughraustur og öruggur því ég er með þér.“ Þessi texti kom upp í fangið á mér á erfiðleikastund. Og svo dró ég annan texta sem var mjög merkilegur. Það var þegar Davíó var aó segja Salómon að hann ætti aó byggja musteri og hann sagði: „Upp, upp nú og tak til starfa.“ Ritningin bara svaraói mér strax og sagói: „Bogi, þú átt ekki að gefast upp, þú átt aó halda áfram." Þegar ég kom til Ástjarnar á föstudags- kvöldinu þá var leiðindaveður og ég ákvað að vinna alla nóttina til þess aó klára þaó mesta sem þyrfti að gera. Ég kraup við rúmió mitt, klukkan var hálf níu og ég sagði: „Drottinn, ef þú ætlar mér að vinna þetta einum þá hjálpaóu mér til þess. Ef þaó er einhver sem þú vilt senda, þá sendu mér hjálp.“ Þetta var hróp manns sem var einmana. Þó ekki einn því Guó yfirgefur aldrei börnin sín. Hann er alltaf við hlió okkar þó okkur finnist vió ein. Klukkan hálf eitt um nóttina barst hjálpin. Bróóir minn var kominn ásamt konu sinni og dóttur. Þannig leystist þetta. Guó bregst aldrei þeim sem treysta honum. Það er ein stærsta lexía sem ég hef lært á Ástjörn að treysta Guði. Og ég hef oft sagt að starf eins og á Ástjörn vinnur enginn nema vökva þaó með tárum. Tárin eru oft blessunar- lindir. Þá þrýstir maóur sér nær Guöi en nokkru sinni fýrr. Oft hef ég fengið aó reyna aó nálægó Guós er þaó dýrmætasta sem nokkur maður fær aó reyna. I lokin langar mig að biðja pig um hvatningarorð til peirra sem eru að byrja í kristilegu starfi í dag? Treyst Drottni æ og ætíð því að Drottinn er eilíft bjarg. Þaó er sterkast í huga mínum. Þaó er aó vió sem trúum á Drottin treystum honum í öllum hlutum. Það er svo margt sem við komumst ekki í gegnum. En við verðum að treysta Guði aó hann geti gert hlutina. Mér er ákaflega kært Jóh. 3.16. Þar er mikió sagt í fáum oróum. Já, égpakka pér mikið fýrir spjallið, Bogi minn. Eg œtla að fá að taka mynd afpér í lokin. Pétur Björgyin Þorsteinsson er framkvœmda- stjóri Háteigskirkju í Reykjavík. 7

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.