Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1930, Page 2

Æskan - 01.07.1930, Page 2
50 Æ S Ií A N ALÞINGISHÁTÍÐARLJÓÐ 19 30 @ ® Úr Ijóðum Daviðs Stefánssonar: Þú mikli, eilífi andi, sem í öllu og alstaðar býrð, þinn er mátturinn, þilt er valdið, þin er öll heimsins dýrð. Þú riktir frá upphafi alda, ert allra skapari og skjól, horfir um heima alla hulinn af myrkri og sól. Frá því hin fyrsta móðir fæddi sinn fyrsta son, varst þú í meðvitund manna mannkynsins lif og von. Allt lifandi lofsyngur þig, hvert barn, hvert blóm, þó enginn skynji né skilji þinn skapandi leyndardóm. Við altari kristinnar kirkju, við blótstall hins heiðna hofs er elskað, óskað og sungið þér einum til lofs, þvi dýpst í djúpi sálar er hugsunin helguð þér. Þú gefur veikum vilja og vit til að óska sér. Hver bæn er bergmál af einni tilfinningu og trú. Allt lofsyngur lifið, og lífið ert þú, mikli, eilifi andi, sem í öllu og alsfaðar býrð. Þinn er mátturinn, þitt er ríkið, þin er öll heimsins dýrð. Sjá liðnar aldir liða hjá og ljóma slá á vellina við Öxará, á hamraþil, á gjár og gil. Hér hefur steinninn mannamál og moldin sál. Hér hafa árin rúnir rist og spekingar og spámenn gist. Hér háði þjóðin þing sitt fyrst. Sjá, dagar koma, ár og aldir líða og enginn stöðvar tímans þunga nið. í djúpi andans duldir kraftar bíða. Hin dýpsta speki boðar lif og frið. 1 þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga. Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. 1 hennar kirkju helgar stjörnur loga, og hennar lif er eilift kraftaverk. Brennið þið, vitart Hetjur styrkar standa við stýrisvöl, en nótt til beggja handa. Brennið þið, vitarl Út við svarta sanda særótið þylur dauðra manna nöfn. Brennið þið, vitarl Lýsið hverjum landa, sem leitar heim — og þráir höfn. Úr Ijóðum Einars Benediktssonar: Tignuru Alþing tíu alda, tjaldborg íslands fornu valda. Véin Úlfljóts veggjahá verndar æðri stjórn og geymir. Meðan Öxarmóðan streymir, menn og ættir líða hjá, ljóst og hátt, með létta brá landið nýja tima dreymir. Fyrir innri áheyrn lætur eins og traðki þúsund fætur. Örlög ráðast yfir jörð. Ætlland vort er frjálst að málum. Tíminn hafnar hefndarbálum, heimur býður friðargjörð. Rikið yzta á sinn vörð. Aldrei skal hér brugðið stálum. Saga vors ættlands er ung, en eldfornum vaxin af stofni.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.