Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1963, Qupperneq 34

Æskan - 01.11.1963, Qupperneq 34
Hátíð Ijóssins. „Svo, og hvað hefur þú fyrir stafni? .. . Ertu vasaþjóf- ur eða hvað?“ „Nei, Guð minn almáttugur," svaraði ég. „Jæja, svo þú þykist vera heiðarlegur maður .. . ha! Já, reyndu það bara, því þá slæ ég hausnum á þér við! Áttu fyrir einni kollu af öli? . . . Svona, komdu með pen- ingana!" Ég varð lafhræddur og leit sem snöggvast til konunn- ar, sem með honum var. Hún hristi liöfuðið, svo að lítið bar á, og ég sá það á vörum hennar, að hún myndaði sig til að segja: Nei. „Nei, ég er bláfátækur, varð mér að orði. Ég á ekki grænan túskilding í eigu minni!“ „Nú, ekki það. En hvað er það, sem þú ert með um hálsinn? . . . Ég sé ekki betur en að það sé hálsklúturinn hans bróður míns.“ í sömu andránni og hann sagði síðustu orðin svipti hann af mér hálsklútnum og þeytti honum til konunnar. Hún rak upp hvellan hlátur og fleygði klútnum í mig, og í sama bili kinkaði hún kolli og bærði varirnar eins og hún ætlaði að segja: „Farðu!“ Ég ætlaði líka að taka klútinn upp og hypja mig burt, en pjátrarinn var óðara búinn að klóíesta hann, tyllti honum um hálsinn á sér, sneri sér síðan að konunni og sló hana utan undir, svo að hún datt kylliflöt á veginn. Ég varð svo skelkaður, þegar ég sá þetta, að ég tók á rás eftir veginum eins hratt og fætur toguðu og nani ekki staðar, fyrr en ég var viss um, að enginn væri á hælunum á mér. Allan daginn var ég að hugsa um þetta atvik, og 1 hvert skipti, sem ég sá hilla undir flakkara, hljóp ég út af veginum og faldi mig í skurði eða bak við skógar- runna. Nóttina eftir svaf ég milii nokkurra humlateinunga, og daginn þar á eftir kont ég til Dover. Það voru ósköp aö sjá mig. Skórnir mínir voru orðnit' gatgengnir, buxurnar í henglum að neðan, og ég vai' ekkert annað en ryk og skítur frá hvirfli til ilja. Ég var líka bæði svangur og þyrstur, því að ég var búinn ineð alla jjeningana mína, og kjarkurinn var einnig á þrot- um. Ég vék mér tafarlaust að sjómönnunt niðri við höfnina og spurði þá, hvort þeir vissu ekki, livar frænka nún ætti heirna, en þeir gerðu ekki annað en draga dár að mér. Einn þeirra sagði, að liún ætti heima uppi í vitanuni, og að hún væri auðþekkt, því að helmingurinn af skegg' inu á henni væri sviðnaður af lienni. Annar sagði mér, að liún væri lokuð inni í fangelsinu, af því að hún hefði stolið nokkrum börnum. Og sá þriðji fullyrti, að hahn hefði séð hana og hóp af öðrum kerlingum ríðandi á sópsköftum kvöldið áður! Ökumennirnir drógu ekki síður dár að mér og sjó- mennirnir. Og þegar ég labbaði inn í búð til þess að leita mér upplýsinga, var mér tafarlaust vísað á dyr með þess- um orðum: „Hér er engum betlurum gefið neitt!“ Ég var fjarska stúrinn, og mér lá við að óska þess, að ég hefði aldrei farið frá London. En undir liádegi fór mér loks að ganga betur. Ég hafði setzt á jireji til að livíla mig, og meðan ég sat þar, vai' vagni ekið fram hjá. í sama bili og ökumaðurinn beygð* fyrir horn, missti hann hestaáklæði, og ég flýtti mér að taka það upp og fá honum það. Hann þakkaði mér mjög vingjarnlega fyrir, en ég herti upp hugann og spurði, hvort hann þekkti ekki konu, sem héti ungfrú Trotwood- „ I rotwood? ... Jú, bíddu við ... Er það gömul kona? „Já, nokkuð roskin.“ „Er hún ekki hnakkakert og alltaf með poka undir hendinni. . .. Og er hún ekki frek og uppstökk?” „Jú, ég býst við því,“ anzaði ég. „Jæja, þá gengurðu bara spottakorn eftir þessari götu, 314
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.