Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1971, Side 11

Æskan - 01.10.1971, Side 11
aldramaður sá, er hér um ræSir, var mjög hégómagjarn. Hann sagði: „Fjöldi manns ber fína titla. Kóngurinn er nefndur hátign, ráð- herrarnir kallast kammerherrar, hágöfgi og hershöfðingi nefnast sumir. Þá er fjöldi prófessora, biskupa, magistera, doktora o. fl. o. fl. Ég gæti t. d. fengið titilinn yfirgaldramaður. Það lætur vel i eyrum.“ Galdramaðurinn fór til konungsins og stakk upp á þvi, að hann fengi fyrr- nefnda nafnbót. Konungurinn var í vondu skapi. Hann átti í svo miklu stappi við ráðherrana og vildi ekki ræða við galdramanninn. Konungurinn mælti: ,,Ég vil ekkert ónæði. Farðu og komdu ekki fyrr en ég geri þér orð.“ En það er hættulegt að tala þannig við galdramenn. Þeir reiðast af því. Þessi galdramaður reiddist mjög. Hann fór leiðar sinnar og settist að í kofa nokkrum án þess að nokkur vissi, og þar vann hann að göldrum. Konungurinn átti forkunnarfríða dótt- ur, er honum þótti mjög vænt um. Dag nokkurn er þau voru úti á göngu, heyrðu þau hljóðpíputóna. Kóngsdóttirin mælti: „Hver leikur svo vel á hljóðpípu?" Konungurinn heyrði ekki vel, svo að hann fór að mestu á mis við hljómlist þessa. Kóngsdóttirin rann á hljóðið. Faðir hennar áleit, að hún myndi koma aftur innan skamms, og hélt heim til hallar- innar. En prinsessan kom ekki. Kóngurinn sendi menn að leita henn- ar. Þá kom einn ráðherranna og var óttasleginn. Hann mælti: „Yðar hátign! Það hefur gerzt voðalegur viðburður. Kóngsdóttir- in er flogin burt.“ „Flogin burt? Hvaða bull er þetta?“ svaraði konungurinn. „Hún hefur ekki vængi. Og flugvélar hafa ekki enn verið fundnar upp.“ Ráðherrann svaraði: „Það sá margt æanna hana svifa um loftið. Hú-' flaug hærra og hærra og fjarlægðist æ meir. Að siðustu var hún orðin litil eins og depill. Þetta eru galdrar." „Galdrar!" Konungurinn minntist galdramannsins. Hann varð að vita vissu sina um það, hvað við hafði borið. Hann komst ekki hjá því að leggja fram alla krafta sína við að endurheimta dóttur sfna. Hann brá við og hélt til kofa galdra- fnannsins, er hann hafði frétt hvar var. s Er kóngur kom í nánd við kofann, heyrði hann í hljóðpipunni. En veikt, þar sem heyrn hans var ekki góð. Kóng- urinn reiddist og mælti: „Eyðirðu tímanum við að leika á hljóð- pípu? Það er óþarft." Hann þreif hljóð- pipuna af galdramanninum og mölbraut hana. „Hvað hafið þér gert, yðar hátign?“ sagði galdramaðurinn. „Nú get ég aldrei fengið prinsessuna til að snúa heim aftur. Hvað er til ,ráða?“ Hann sagði svo kónginum, að tónar hljóðpípunnar væru magnaðir göldrum, og væri kóngs- dóttirin á valdi þeirra. Á meðan hún heyrði tóna hljóðpípunnar héldist hún í loftinu, en dytti niður strax og þeir þögn- uðu. Galdramaðurinn kvað prinsessuna komna út yfir hafið, og sagði, að nú mundi hún detta í það. Að líkindum hefðu bylgjurnar þegar fært hana í kaf. Bæði kóngurinn og galdramaðurinn voru mjög hryggir. Kóngurinn lofaði svo háum launum hverjum þeim sem fyndi prinsessuna og bjargaði lifi hennar. Galdramaðurinn hafði séð það í töfra- spegli, að hún væri lent á óbyggðri eyju. En hvar eyjan lá, gat hann ekki séð eða sagt. Margir ungir menn lögðu af stað til þess að leita að kóngsdótturinni. En enginn fann hana. Leið svo nokkur tími. Aðstoðarmaður garðyrkjustjóra kon- ungs hét Eyvindur. Hann var ungur og friður maður. Dag nokkurn var hann á gangi niður við ána, hryggur í huga. Hann harmaði mjög hvarf kóngsdóttur- innar. Þá heyrði hann skyndilega eitt- hvert skvamp. Á árbakkanum stóð gömui kona og barmaði sér hástöfum. Hún sagði: „Ég missti rokkinn minn i ána. Hvað á ég að gera? Ég dey úr hungri. Ég get ekki spunnið á annan rokk en þennan." Eyvindur brá við, steypti sér í ána og kafaði. Hann fann rokkinn og kom með hann. „Gerðu svo vel, gamla kona,“ mælti hann og rétti henni rokkinn. Hún mælti: „Þú ert hugrakkur og góð- ur maður. Langar þig ekki til þess að finna kóngsdótturina og ganga að eiga hana?" „Jú. Það er mín heitasta ósk,“ svar- aði Eyvindur. Konan mælti: „Þá skaltu fara nákvæmlega eftir minni fyrirsögn. Ég sezt hérna á árbakkann og spinn. Ég mun nota galdur. Svo lengi sem þráður minn ekki slitnar, munu töfrarn- ir endast.“ Eyvindur svaraði: „Ég vil einskis láta ófreistað til þess að finna kóngsdóttur- ina.“ Konan sagði: „Jæja. Ég breyti þér nú í risastóran hval. Þú skalt synda þangað til þú finnur prinsessuna. Svo skal hún fara upp á bakið á þér, en ég mun draga þráðinn til mín, þann sem ég hef spunnið." Eyvindur svaraði: „Ég mun fara.“ Að svo mæltu stakk hann sér í ána. Konan breytti honum í hval. Hvalurinn stækk- aði óðfluga og varð að stórhveli. En konan spann án afláts. Svo synti hval- urinn leiðar sinnar. Hann synti lengi. En að lokum kom hann að mörgum eyjum. Öldurnar báru hann að einni þeirra. Þar stóð kóngsdóttirin heil heilsu. „Stökktu upp á bak mitt,“ sagði hval- urinn djúpri röddu. „Svo skal ég synda með þig heim.“ Kóngsdóttirin var hugprúð. Hún fór á bak hvalsins, en hann synti með hana yfir hafið. Gamla konan sat á árbakkan- um og vatt upp þráðinn, sem bundinn hafði verið í hvalinn. Kóngsdóttirin steig á land. Eyvindur breyttist þá í sína fyrri mynd. Þau gengu til gömlu konunnar. Hún var horfin, en í stað hennar stóð þarna dis. Hún mælti: „Ég er heilladís þín, kóngsdóttir góð. Ég gat ekki látið hjá líða að hjálpa þér. Nú skuluð þið Ey- vindur fara til hallarinnar og halda brúð- kaup. En galdramaðurinn ætti að koma til mín og læra hjá mér. Galdrar hans eru ekki á marga fiska. Og segðu kónginum, föður þínum, að hann skuli framvegis vera léttur í lund. Annars á hann á hættu að eitt- hvað illt hendi og engu betra en hvarf prinsessunnar."

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.