Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 45

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 45
Guðrúnu Á. Símonar þykir líklega um fátt annað vænna en kisurnar sínar, en hún mun halda nú á heimili sínu yfir 40 kisur. drengjunum að fara með okkur og sýna okkur, hvar við ættum að sofa. Það var stórt hús, sem fjöldi drengja svaf í og hver drengur hafði rúm útaf fyrir sig. Jafnvel við Kantekassey máttum ekki sofa saman, eins og við vorum vanir. Þá vorum við aftur látnir fara í bað. Við þurftum þess auðvitað ekki með. Síðan komu þeir með hvítramannaföt handa okkur og sér- stök föt til þess að fara í áður en við fórum í rúmið. Það var nú meira uppátækið. Heima sváfum við Kantekassey í okkar venjulegu föt- um. Við fengum að borða með hinum drengjunum og urðum matnum fegnir því að við vorum orðnir svangir. Heima fengum við gnægð hrísgrjóna, pabbi er svo duglegur bóndi. Drengirnir sögðu okkur að í skól- anum fengjum við hrísgrjón þrisvar á dag, en kjöt tvisvar. Það hljómaði prýðilega. Eftir miðdegisverð var farið með okkur í sumarbústaðinn. Þar bjó hvíti maðurinn, sem var kallaður Fað- ir. Hann bauð okkur sæti og spurði hvort stóru drengirnir hefðu hugsað vel um okkur, en ég gat ekki svarað honum, mig langaði svo mikið að skoða dótið í herberginu, sérstaklega skrítna kassann í horninu, sem talaði eins og maður. Allt í einu kom illur andi inní herbergið. Hann var með svart skegg og stórt skrautklæði um bleikan magann. Ég hljóp í burtu. Drengirnir hlógu. Ég hljóp hraðar og leitaði að Kantekassey. Ég býst við að hann hafi líka orðið hræddur, þó hann segði seinna, að hann hefði alltaf vit- að, að þetta var aðeins annar hvítur maður. Hann gat heldur ekki hlaupið, því að hann var umkringdur af hinum drengjunum. Þessi hvíti maður, sem var kallaður gjaldkeri (ég held að það sé sama sem að líta eftir peningum) kallar mig núna besta óvin sinn. Ég ætlaði aldrei að vera óþokki. Hvernig átti ég að vita, að hænsnin hans mundu hlaupa út, þó að ég skildi eftir opið hliðið og að það var fatan hans, sem datt ofan í brunninn? Hann er oft reiður við mig, en hann lofar mér að toga í skeggið á sér og kennir mér að herma eftir Föðurog þaðkemurokkuröllumtilað hlæja. Skólastjórinn fór með mig til annars manns, sem er kallaður kennari. Mér þykir vænt um kennarana, þeir reyna að gera úr okkur mikla menn, eins og pabbi er. Kantekassey ætlar að verða höfðingi, þegar hann er orðinn stór, en ég er hræddur um að ég verði að segja honum hvað hann á að gera, þó að ég sé kallaður óþokki, en hann er alltaf góði strákurinn. Kantekassey gerir ekki annað en hugsa allan dag- inn. Mér þykir líka gaman að upp- götva ýmislegt, aðallega þegar ég er í kennslustofunni fyrir framan hlut, sem er kallaður tafla. Stundum þegar ég er ekki í kennslustofunni geri ég ýmislegt, sem enginn gæti búist við af mér. Held- urðu, að það sé þess vegna, sem ég er kallaður prakkari? Það er gaman í skólanum og það verður margt, sem ég get sagt öðrum drengjum, þegar ég fer að sækja þá í skóla. Guðrún Guðjónsdóttir þýddi. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.