Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 77

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 77
Þar leitaði ég heimilda er ég skrifaði um 60 og 70 ára afmæli Unglingareglunnar á islandi, sem er nokkuð eldri en Æskan. Blaðið geymir því margar heimildir um sögu Unglingareglunnar, þar sem Það hefur alltaf verið eign Stórstúku íslands, af I.O.G.T. Við þennan lestur varð ég undrandi yfir því, hvað blaðið 9eymir mikið af góðu og vönduðu lesefni fyrir börn og unglinga. Það fór þó ekki mikið fyrir stærð blaðsins, eða myndskreytingum fyrstu áratugina, en á því sviði hefir orðið stórbylting sem eðlilegt er- Nú er mér tjáð, að Æskan muni vera skrautlegasta barnablaðið, sem gefið er út á Norðurlöndum. Mér var líka sögö önnur skemmtileg saga nýlega, varðandi Æskuna. Það hafði verið á fundi, sem starfsmenn barnablaða á Norðurlöndum héldu fyrir nokkru síðan að sþurt var hve margir menn störfuðu við rit- stjórn Æskunnar. Svarið var auðvitað einn ritstjóri. Fund- armenn ráku upp stór augu. Slíkt fannst þeim óhugsandi. Af viðbrögðum þeirra má ráða hvílíkur töframaóur ritstjóri Æskunnar er, bæði af öugnaði og smekkvísi. Ég geri ráð fyrir því að nám hans í hinni fornu og fögru list Prentiðjunnar, sé honum þar mikill styrkur. Æskan er fal- le9t blað og flytur enn mikið °9 gott lesefni fyrir eldri og yngri. En hræddur er ég um, að við lesendur Æskunnar séum ekki svo dugleg, sem skyldi, aö senda blaðinu efni til birt- 'n9ar, til stuðnings okkar ágæta ritstjóra. Ég geri ráð tyrir að honum þætti það besta afmælisgjöf til blaðsins, lesendur tækju sig á í Þessu efni og sendu hinum frábæra ritstjóra sínum fjöl- breytt efni til þess að birta í blaðinu. Æskan hefir alltaf haft ágætt starfslið í þjónustu sinni, sem á miklar þakkir skildar frá þjóð vorri og það er einlæg ósk mín að svo megi jafnan verða. Og ennfremur óska ég þess einlæglega að Æskan verði hér eftir, sem hingað til, hin besta stoð for- eldrum og kennurum í upp- eldisstarfi sínu til heilla landi og lýó. IngimarH.Jóhannesson. Þröstur I. Karlsson. Barnablaðið Æskan er það blað sem viö flest okkar höf- um einhvern tíma lesið okkur til ánægju og gerum enn mörg hver, þótt fullorðin sé- um. Það er mér ánægjulegt að geta sent Æskunni þakkir fyrir margar skemmtilegar stundir. Sérstakar þakkir vil ég færa Grími Engilberts rit- stjóra fyrir þau 22 ár sem hann hefur veitt æskunni af starfskröftum sínum. Þröstur I. Karlsson, rithöfundur. Gylfl Þ. Gfslason. Á löngu æviskeiði sínu hef- ur Æskan stytt mörgu barninu og mörgum unglingnum stundir, flutt margan góðan boðskap, vakið til umhugsun- ar um margt, sem betur mætti fara, gert margan bæði glað- ari og betri en hann var. Þeir, sem stofnuðu Æskuna á sín- um tíma, sinntu miklu og góðu verkefni. Börn og unglingar þarfnast annars lestrarefnis en fullorðnir. Skólinn getur ekki fullnægt heilbrigðri þörf á þessu sviði að öllu leyti. Þess vegna þurfa þau að lesa ann- að og meira en skólinn veitir tilefni til. I þessu efni hefur Æskan bætt úr þörf og gerir það vel. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor. Fyrir rúmum 40 árum var lesefni við hæfi barna og unglinga ekki mjög fjölbreyti- legt hér á landi. Sérstaklega fóru þau börn, sem alin voru uþþ á afskekktum stöðum, varhluta af góðum bókakosti. Klemens Jónsson. Það var því ávallt mikið fagnaðarefni, þegar við krakkarnir áttum von á Æsk- unni með póstinum. Æskan flutti efni, sem var við hæfi og þroskastig allra barna og nýr, ókunnur heimur opnaðist fyrir okkur, íslenskum afdalabörn- um. Nú er öldin önnur og miklar breytingar hafa orðið í þess- um efnum til batnaðar. Kynni mín við Æskuna rifjuðust upp mörgum árum síðar, þegar sonur minn fór að lesa blaðið. Þá komst ég að raun um að Æskan hafði ekki tíma. Nú er blaðið fyllilega sambærilegt við erlend barnablöð. Efnið er fjölbreytt og skemmtilegt og frágangur blaðsins allur hinn smekklegasti. Ritstjóri blaðs- ins, Grímur Engilberts, á miklar þakkir skildar fyrir sitt ágæta starf við blaðið, því öll- um er Ijóst að fátt mun nauð- synlegra en að vanda vel les- efni og frágang á blaði fyrir yngstu lesendurna. Klemens Jónsson, leiklistarstjórl ríkisútvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.