Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 6
Sagan um Bjarkmund Framhaldssaga eftir Bjarka Bjarnason Alls staðar þar sem Bjarkmundur var á ferðinni var hann notaður eins og Grýla á krakka. „Ég verð bara að sækja hann Bjark- mund,“ sögðu mömmurnar þe§ar krakkarnir þeirra voru óþekkir. „Viltu að ég veki hann Bjarkmund og láti hann ná í þig,“ sögðu pabbarnn þegar börnin þeirra vildu ekki konta inn á kvöldin. En Bjarkmundur var aldrei sóttur og hann fékk að sofa rólegur áfram. Eng' inn sóttist eftir félagsskap hans nema flugurnar. Þær settust á fötin hans og hárið og skeggið og hrutu með honum 1 kór. Það voru margir sem sögðu að Bjark' mundur þvægi sér aldrei og að hann skipti ekki um buxur og sokka. Stunfl' um var meira að segja sagt að hann væri lúsugur og alls ekki húsum hadur’ Hann ætti hvergi heima nema á h*h- En meðan fólkið var að masa þetta sva Bjarkmundur á sitt græna eyra °£ hraut. Framhald. (Bjarki Bjarnason cr kcnnari við Fjölbrautaskð^ ann í Garðabæ. Smásaga cftir hann hefur búst Vikunni og ljóðaþýðingar í blöðum. Bjarki tileinkar þessa sögu nemendum K-*u j skóla í Bjarnafirði, fyrr og síðar, - en þar ' hún til) Þcgar Bjarkmundur var lítill var hann stundum spurður um hvað hann ætlaði að gera þegar hann yrði STÓR. „Fyrst ætla ég nú að verða stór,“ svaraði Bjarkmundur litli. Svo varð Bjarkmundur stór og eig- inlega varð hann ekki neitt nema stór. Hann var svo hávaxinn að hann var fenginn til að skipta um perur hjá fólki og stundum jafnvel í skólum og félags- heimilum úti um allt land. Og hann var svo langur að hann hefði ekki getað ek- ið bíl nema með því að sitja í aftur- sætinu. En það gerði ekkert til því að Bjarkmundur átti engan bíl og var ekki með bílpróf. En hann var með hjólbörupróf og hann átti stórar og góðar hjólbörur. Hann gekk um landið og ýtti hjólbör- unum á undan sér. Og hann var með alls konar dót í hjólbörunum. Stundum var hann með fallega steina og skeljar sem hann fann í einhverri fjörunni eða hjólkopp sem hafði skoppað út í skurð. Hann safnaði líka tómum flöskum sem hann seldi í næstu búð. Svo var hann líka alltaf með tjaldið sitt í hjólbörun- um og þegar hann var orðinn þreyttur tjaldaði hann einhvers staðar nálægt veginum og steinsofnaði. Tjaldið hans hafði einu sinni verið hvítt en nú var það orðið brúnt. Hann hafði fengið það hjá símanum. í tjald- inu svaf Bjarkmundur um nætur og lagði svo af stað þegar hann vaknaði og ýtti á undan sér hjólbörunum sínum. Stundum stansaði bíll hjá Bjark- mundi. Fólkið skrúfaði niður rúðuna og spurði: „Af hverju ferðu ekki upp í hjólbör- urnar, Bjarkmundur? Þá þyrftir þú ekki að keyra þær.“ „Ég held að þær yrðu allt of þung- ar,“ svaraði Bjarkmundur og brosti aulalega. Svo beygði hann kannski niður í fjöru og fann netakúlur eða fúið vað- stígvél. Svona liðu árin hjá Bjarkmundi. Reyndar ferðaðist hann bara á sumrin. Á veturna fannst honum allt of kalt til að vera á flakki. Þegar veturinn kom reyndi hann að fá húsaskjól einhvers staðar og svaf mestallan daginn - allan veturinn. Það var oft sagt að Bjarkmundur legðist í dvaia. Hann borðaði lítið og talaði við fáa, svaf bara og svaf. Og hraut. Hann hraut svo hátt að það glumdi í húsunum í kring og stundum sprungu rúður af því að hávaðinn var svo mikill. 6 ÆSKAIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.