Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 7

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 7
1912 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR V ann okkar, og hún las jólaguðspjallið og við sungum sálmana eins og við vorum vön, og ég' saknaði þess ekk- ert, þó jólagjafirnar væru engar. wÞú hefir þó líklega ekki klætt jóla- köttinn«, hélt Bjarni áfram. »Aldrei heíi ég orðið svo frægur. En þið, strákar?« Nei, nei, nei, enginn þeirra hafði klætt jólaköttinn — nema ég. Þeir hefðu víst kallað það að klæða jólaköttinn, þó ég hefði greint þeim frá svörtu, bryddu sauðskinnsskónum, sem ég fékk, og þeir hetðu líklega heldur ekki kallað það jólagjöf, þó ég heíði nefnt rauða kertið og fallegu laufabrauðs-kökuna, sem ég fékk. Drengirnir fóru svo að tala um eitt- hvað annað sín á milli, en ég gaf mig ekki að þeim. Þeir tóku upp matar- bitann sinn, sem þeir höíðu með sér i skólann, og fóru að borða. Við vor- um vanir að borða nestið okkar ein- hvern tima í frímínútunum. Dreng- irnir voru margir hverjir með úttroðna vasa af alls konar góðgæti. Eg átti líka svolítinn bita einhverstaðar í fór- um mínum, en ég snerti ekki við hon- um; þeir gátu hlegið að einhverju öðru, skólabræður mínir, en hálf-þurr- um>úgbrauðsbita, sem ég hafði í nesti. Ýmsar nýjar hugsanir vöknuðu hjá mér á þessu augnabliki. Eg fór að finna’sárt til þess, hvað ég var fátækur. líg sá það alt i einu, hvað fötin min voru slitin og fátækleg, í samanburði við fötin hinna drengjanna, sem margir hverjir voru ríkmannlega til fara. Við vorum kölluð inn í skólann og kenslustund byrjaði. Það var reikn- ingur hjá okkur. Eg var vanur að hafa mjög gaman af reikningstímanum, en í þetta skifti átti ég fullerfitt með að fylgjast með. í hverju einasta dæmi voru krónur og aurar; það úði og grúði af þeim á spjaldinu minu, en vas- inn minn var tómur, og jólin rétt að segja komin! Það hlaut að vera gaman að vera ríkur og geta keypt sér alt, sem mann langaði til. Ég var að hugsa um það á leiðinni heim. Eg stóð við hjá búð- argluggunum og virti fyrir mér jóla- gullin, sem raðað var i þá. Þar voru býsn af leikföngum, brúðum, knöttum, lúðrum, myndabókum, hljóðpipum og mörgu íleiru, sem ég er nú búinn að gleyma, en af öllu öðru bar þó hvíta, fallega skipið, sem var í glugganum á Grímsbúð. Það stóð þar með rá og reiða og fullum seglum, og á skips- hliðina var letrað með rauðum, skraut- legum stöfum: »Gleðileg jól!« Þarna var bærileg jólagjöf! Mér llaug íljótt í hug, að Bjarni sýslumannsins mundi fá þetta skip á jólunum. Og í fyrsta skifti á æfi minni fann ég til öfundar. Eg öfundaði Bjarna, ríka drenginn, sem fékk alt, sem hann lang- aði til. Ég stóð lengi hjá búðarglugg- anum og einblíndi á skipið, svo rölti ég ólundarlegur heim. Mamma var að keppast við að sauma. »Það er gott að þú kemur, Nonni minn«, sagði hún og kysti mig; »ég þarf að senda þig eftir olíu, þvi nú þarf ég að vaka fram eftir í nótt, til þess að ljúka við kjólinn hennar frú

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.