Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 15

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 15
1912 JÓLABLAÐ ÆSIÍUNNAR XIII Eftir klukkutima sagði kenslukonan að bezt væri að hætla, því þær perur, sem eftir væru, þyrftu að þroskast betur. »En nú verðið þið að fá eitthvað í kaup«, sagði lnin og tróð vasa þeirra fulla af perum. Tumi lilli stóð og var mjög aumingjalegur meðan hún var að láta í vasa hans, og hann hefði næstum þvi heldur viljað fá löðrung fyrir hverja peru, svo skammaðist hann sín. (Sjá mynd á bls. XII). En í rökkrinu, þegar kenslukonan ætlaði að fara að kveikja á lampanum og leiðrétta stíla-hunkann, sem lá á borðinu, heyrði hún liægt fótatak fyrir framan hurðina; síðan var lokið upp. Þar var þá Tumi kominn.' »Lokaðu hurð- inni og komdu nær,Tumiminn«, sagði hún vin- gjarnlega. Hann gekk hægt til hennar, niður- lútur og rjóður, og tók, án þess að líta á hana, perurnar upp úr vasa sínum, þær sem hún hafði gefið honum, og lagði þær í kjöltu hennar og sagði með ekkaþrunginni röddu: »Eg vil ekki —- hafa þær, — þvi við komum ekki — til að hjá- — hjálpa yður, lieldur ætluðum — við — að — að —«. Og nú fór hann að há- gráta. Kenslukonan strauk hendinni hlíðlega um hárið á honum og sagði: »Ég veit það, Tumi minn. Þú og hinir drengirnir höfðuð fengið lyst á perunum mínum og hugsuðuð ekki út í, að þið gerðuð ykkur að þjófum með því að taka þær. En svo hugs- aði ég að það væri bezt að gera ykkur að samverkamönnum mínum, og þá mynduð þið seinna meir betur eftir því, að maður á aldrei að gera neitt, sem hann þarf að skammast sin fyrir, og skulum við ekki verða óvinir út úr því«. Tumi fór þaðan miklu glaðari en hann kom, og þakklæti sitt sýndi hann i verkinu með því að verða miklu iðnari og kappsamari en áður. Aldrei gleymdi hann kenslukonunni sinni, þótt leiðir þeirra yrðu brátt að skilja. Foreldrar hans fluttu hálfu ári siðar til annars bæjar, og Tumi var settur þar í stóran drengjaskóla. Tveim árum seinna fór hann með skóladrengjum út í skóg að skemta sér. Með hljóðfæraslætti og með marga fána gengu drengirnir í röðum undir stjórn kennara þeirra gegnum skóginn. Alt i einu kom Tumi auga á hefðar- konu, sem gekk þar og leiddi með sér tvær titlar stúlkur. Þær námu staðar og horfðu brosandi á hinn glaða hóp, sem gekk fram hjá. Þá þekti hann þar sína fyrverandi kenslu- konu, og önnur litla stúlkan var Gústa, dóttir lyfsalans, sem kom í skólann sama dag og hann. Tumi var einn af fánaberendunum, og í gleði sinni yfir þessum endurfundi veifaði hann fánanum sinum og hróp- aði af öllum mætti: »Húrra! húrra!«

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.