Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 18

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 18
XVI JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1912 0^ Jfólatré fuglanna. UMSTAÐAR erlendis er það sið- ur, að láta tréð, sem notað hefir verið inni á jólunum, út í garð- inn daginn eftir með ýmsum fuglamat á. Sérstaklega er það brauð, kjöt, kornmatur og fuglafræ, sem fest er á greinarnar, og er gaman að sjá vesal- ings hungruðu smáfuglana þyrpast að trénu tii að ná í eitthvað afgæðum þess. Virðist þá gleði þeirra vera engu minni en barnanna, sem áð- ur hoppuðu kát í kringum það, með- an það stóð ljósum prýtt inni í stofu. Hafa börnin gam- an af að útbúa þessi tré og gera þau sem girnilegust fyrir fuglana. Þessi siður er mjög fallegur og ætti að verða almennari en hann er, sérstaklega í þeim löndum, sem alþakin eru snjó um jólaleytið. Þeir eru enn svo fáir, sem á jólunum hugsa líkt og skáldið (S. J. J.), sem sagði: Hér er bjart og hlýtt í kvöld, heilsast gleði’ og friður. Mun þá engum æfin köld? Ójú, þvi er miður. Uti flýgur fuglinn minn, sem forðum söng í runni; ekkert hús á auminginn og ekkert sætt í munni. Frostið hart og hríðin köld hug og krafta lamar. Ef hann verður úti’ í kvöld, hann aldrei syngur framar! Ljúfi drottinn, líttu’ á hann, leyfðu’ að skíni sólin! Láttu ekki aumingjann eiga bágt um jólinl Drottinn! þú átt þúsund ráð, og þekkir ótal vegi. Sendu hjálp og sýndu náð, svo hann ekki deyi! Ástæður unglingsins til þess að vera vínbindindismaður. Eg vil vera bindindismaður, þó ég sé ungur og ekki fullfarið fram. Fegar ég er orðinn fullorðinn, á ég hægra með að að- vara aðra. Golt eftirdæmi er betra en kenn- ing. Ég vil vera bindindismaður, af því að þá er ég óhræddur um sjálfan mig fyrir öllum freistingum, af því að hófdrykkjan er vandhitt og hætluleg, af því að allir drykkju- menn liafa á sínum tíma verið hófdrykkju- menn, afþvíað fjáreyðsla fyrir áfenga drykki, eins og tóbak og vindla, er hégómleg, af því að heilsan verður betri. — Af þessum og mörgum öðrum ástæðum ætla ég að vera bindindismaður. (G.-T. I, 2). ÆSKAN kemur út einu sinni í mánuði, tvö lölublöð i senn, og auk þess jólablað, 25 blöð alls. Kostar 1 kr. 20 a. árg. og bprgist fyrir 1. júlí. Sölulaun */* af 5 eint. minst. Dtsendingu og innheimtu annast Sigurjón Jónsson, til viðtals á Laugovegi 63, kl. 9—10 og 2—3 tiaglega. Utanáskrift til blaðsins með póstum: ____________M S K \ N. Pósthólf A 1 2. Rvik._ Eigandi: Stórstúka íslauds (1. O. ti. T. . Útgefendur: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.