Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 9

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 9
1012 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR VII systkinum mínum fyrir aurana, sem af gengu. Ég hélt nú beint heim, en ég var ekki eins ánægður og ég hafði búist við, þegar ég væri orðinn skipseigandi. Ég heíði getað notað þessar 2 krónur miklu betur. En það var of seint að tala um slíkt. »Ósköp varstu lengi núna, vinurinn minn«, sagði mamma og leit vingjarn- lega til min, þegar ég kom inn. »Éú hefir líklega orðið að bíða hjá frúnni; hún hefir sjálfsagt haft nóg að gera«. Eg svaraði engu orði. Eg hafði ekk- ert þurft að biða hjá frú Sigriði, en ég sagði henni ekki, hvar ég haíði beðið. Mamma fór' svo að skrifa það á blað, sem ég átti að kaupa handa okkur til jólanna. Hún verðlagði það alt og reiknaði svo saman andvirðið. Hún gætti að þvi, hvað hún mátli láta af peningum, og svo strykaði hún út af blaðinu eða hún munaði af einhverju, sem átti að kaupa. Loks var seðillinn tilbúinn, og enn lagði ég á stað.------ Hetðu krónurnar minar bæzt við, þá hefði mamma min ekki þurft að stryka neitl út af blaðinu. En skipið var komið í koífortið milt og ég var búinn með peningana mína. Eg lauk erindum mínum i búðun- um, og kom heim aftur hlaðinn bréf- pokum og bögglum. Mamma klappaði á kollinn á mér og kallaði mig góða drenginn sinn duglega. Eg var vanur að lilaupa upp um hálsinn á henni, þegar hún var að þakka mér fyrir þá litlu hjálp, sem ég gat látið henní í té. En ég gerði það ekki í þetta skifti. Eg roðnaði út undir eyru, þvi ég fann það vel, að það var ekki góður drengur, sem fór á bak við hana mömmu sína, og keypti leikföng handa sjálfum sér fyrir peninga, sem hann átti að sjálf- sögðu að fá mömmu sinni. Nei, ég var ekki góður drengur. Um kvöldið settist mamma við að lagfæra fötin, sem við áttum að hafa á jólunum. »Ég var búin að hugsa mér að kaupa mér nú í svuntu fyrir jólin«, sagði mamma og skoðaði svörtu svuntuna sína, sem hún hafði brúkað fyrir spari- svuntu i mörg ár. »En ég læt það bíða til vorsins«, bætti hún við. Ekki leið mér betur þegar ég heyrði þelta. Ó, að ég hefði heldur keypt í svuntu handa henni mömmu, eða þá gert eins og ég var vanur þegar ég eignaðist aura, að fá henni þá, og þá var ég alt af miklu ánægðari en nú. Eg hafði enga ánægju af skipinu; ég leit ekki á það i kollortinu og sýndi það engum, og nefndi það ekki á nafn við mömmu. En það var orðið mér erflð samvizkubyrði, og mér leið því ver sem lengur leið. — — Jólanóttin var komin. Við systkinin sátum spariklædd i kringum borðið i litlu stofunni okkur. Það logaði á 4 kertum á borðinu, — við áttum sitt kertið hvert og mamina átti eitt sjálf. Við bræðurnir vorum með nýja mynda- klúta í vösunum og spáný stigvél á fótunum, og Soffía systir var með fallega, nýja svuntu. Mamma tók svo lestrarbókina og sálmabókina, og hún las jólaguðspjallið

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.