Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 13

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 13
1912 JOLABLAÐ ÆSKUNNÁR Xí honum. Hann var þó helzt á því að svo væri, því það var merkilegt, hvernig hún gat vitað alt sem fram fór, enda þótt hún sneri hakinu að. Einu sinni hafði pabbi Tuma gelið honum litla skammhyssu, sem gaf svo ágætan smell, þegar hvellibréf var lagt úndir lásinn. Daginn eftir stakk hann byssunni í töskuna sína og fór með hana í skólann. Hann ællaði svo sem að gæta þess vel, að kenslukonan sæi hana ekki; en smella skyldi hún vel úti á leiksvæðinu í frí-mínútunum. En hugur hans var all af niðri i töskunni hans hjá skammbyssunni. Og þegar kenslukonan var að segja börnunum ýmislegt úr biblíusögunum og spurði: »Jæja, Tumi, geturðu sagt mér, að hverju kona 'Eots varð, þegar hún á móti skipun engilsins leit við«, þá svaraði Tumi: »Hún varð að saltkeri!« Þá var nú hlegið. ()g ekki fór hetur þegar hann átti að segja, hvað þeir hefðu heilið, ættfeður ísraelsmanna og hann svaraði út í bláinn: »Adam og Eva og Jakob!« »Eg held«, sagði kenslukonan, »að þú hafir skotið vitið úr kollinum á þér með nýju skammbyssunni þinni. Þú mátt ekki hafa hana með þér á morgun«. Hvernig í ósköpunum gat lnin vitað að hann hafði skammbyssu i skóla- töskunni sinni? Hún hlaut að hafa augu í linakkanum, þvi hann vissi, að að hún hafði snúið baki að honum, þegar hann fór að ná blýantinum úr töskunni og rétt allra snöggvast um leið leit á dýrgripinn sinn. Bak við leiksvæðið lá hlómgarður kenslukonunnar. Það áttu flestir í þorpinu lilla blómgai'ða við húsin sín, en eitt var það í garði kenslukonunnar, sem hvergi var til annarstaðar í þorpinu. Bað var stórt og fal- legt perutré með ljúffenguslu perum. Nú var skólabörnun- um harðlega bannað að fara inn i garðinn, og hliðið var alt af harðlæst. Enenginngal bannað þeim að sjá perurnar, sem héngu á greinum trésins og voru svo girnilegar til átu, að vatn kom í munninn á börnunum, er þau litu á þær. Þvi miður eru alt af í skóla, eins og viða annarstaðar, einhverjir, sem ekki

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.