Félagsrit - 01.01.1915, Page 30

Félagsrit - 01.01.1915, Page 30
3ð tnönnum, sem um var að gera. Félögin hafa flest verití smá, og því kraftlítil. Ekki getað ráðist í neitt verulegt. Smásálarskapur og eftirtölur með öll útgjöld hefur átt sér stað, svo hæfir menn hafa þessvegna ekki fengist til forstöðunnar. Yfir höfuð skilningsleysi á öllu, sem til ])ess útheimtist, að slíkur félagsskapur geti þrifist. Þó hafa félög þessi gert allmikið gagn. Þau hafa haldið kaupmannaverzluninni talsvert í skefjum. Það hafa bændur fundið og viðurkent, og margir hafa viljað láta aðra vera í félögunum, svo þau gerðu þetta gagn, en viljað vera lausir við þau sjálfir, til að njóta skárri kjara hjá kaupmönnum, en losna þó við tilkostnaðinn í félögunum. Því sagði einn bóndinn: „Þau eru ómiss- andi og lífsnauðsynleg þessi verzlunarfélög og rjómabú, en það er um að gera að vera ekki í þeim“ ! Annar sagði, þegar um stofnun samvinnufélags var að ræða: „Eg ætla að bíða með að ganga í það þangað til eg sé hvernig því vegnar; ef fjöldinn verður með og alt gengur vel, þá kem eg líka“ ! — Ekki er við góðu að búast þar sem hugsunarhátturinn er slíkur; en það er talsvert alment. Og svo bætist það við, að kaupmensk- an rær öllum árum að því, að koma í veg fyrir og eyðileggja félagsskapinn, eins og við er að búast, Og hún er langsamlega yfirsterkari enn — og fólkið ílest á hennar bandi, eða í hennar klóm, í hið minsta að hugs- unarhættinum. Það er einkum meðal landbúskaparmanna, eða framleiðenda landvöru, að nokkur veruleg viðleitni hefur átt sér stað til samvinnufélagsskaparmyndunar. Fremur er framför í félagsskap þessum, og virðast sum þessara félaga vera komin í nokkurnvegin eðlilegt samvinnu- horf, svo sem rjómabúafélögin, nokkur kaupfélög, Slátur-

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.