Félagsrit - 01.01.1915, Page 50

Félagsrit - 01.01.1915, Page 50
50 hag okkar og félagsbræðra okkar í nutíð og framtið, eða: 2, hvort þeir ganga til að hamla móti þessu. Truirfé- lagsmenn kjósa hið fyrra, félagsleysingjar (utanfélagsm. og brotam.) hið síðara. Sannanlegt er, að félagsleysingjar hafa oftast, siðan félagið var stofnað, selt sláturfénaðinn sér beint að skaða. þeir sem við þá skiftu, hafa grætt miklu meira en sem nam óhjákvæmilegum tilkostnaði, og seljendur ekki feng- ið meira en útborgað hefur verið i félaginu, oft minna. Þetta horfa bændur ekki í, vilja vinna það til að vera frjálsir, frjálsir til að gera sér og öðrum tjón í bráð og lengd. En ef sveitarútsvarið er fám krónum hærra í ár en í fyrra, um það fást margir þeir, sem gefa kaup- mönnum tugi eða jafnvel hundruð króna árlega. Væri ekki eins skynsamlegt að nota það fé til að gjalda góð- um hjúum, svo hægt væri að bæta bújarðirnar eða auka bústofninn á þeim? Ef t. d. bóndi selur kaup- manni 40 kindur árlega, og kaupmaðurinn græðir 3 kr. á hverri, það er 120 kr., þá er það gjöf frá bóndanum til kaupm. Þeim bónda mundi þó þykja hart að á hann væri dembt munaðarlausu barni til framfæris meðgjaf- arlaust. Þó gæti barnið orðið liðsmaður hjá honum eða öðrum í sveitinni, en af gjöfunum til kaupm. hefur hann og aðrir sifeldan óhagnað; með þeim er hann að ala — blóðsugu. Við fáumst oft um það, að við höfum óþarflega marga embættismenn, finnum til, ef aukin eru laun þeirra eða bætt við nýjum, og okkur er illa við eftirlaun þeirra, af þvi að við eigum að gjalda í þá sjóði, sem fé til þessa er tekið úr. En möglunarlaust borgar hver með- al sveit meira fé árlega til viðhalds kaupmenskunni en sem nemur fylslu árslaunum hálaunaðs embættismanns.

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.