Félagsrit - 01.01.1915, Page 64

Félagsrit - 01.01.1915, Page 64
u erfibleikar af því, að þá vóru vörur fél. enn Íítt þektaí ytra, og ekki hægt að selja þær fyrirfram gegn borgun við útskipun, eins og nú síðustu árin. Varð þá að bíða eftir verðinu þar til búið var að selja vörurnar. Þetta ár vóru mikil brögð að Iagabrotum í félaginu, og bera fundagerðirnar vott um það. Þá komst á samningur um gærusölu, sem síðan hefur verið endurnýaður, og reynzt vel. Yms viðleitni til að fá nýan og betri mark- að fyrir vörur félagsins. Samningar um bygging bryggj- unnar í félagi við Garðar Gíslason. 28. sept. færfrkvn. 10,000 kr. lán upp á nöfn sín „til að hjálpa við út- borgun fjárverðsins lítið eitt í bráð“ (Landsb.), og 7. okt. fær Á. H., H. Th. og B. B. 12,000 kr. reikningslán (i Lb.) á sín nöfn í sama tilgangi, til 15. des. — Fyrsta árið hafði frkvn. tekið á leigu kjötbúðir þeirra Thomsens og Jóns Þórðarsonar (með fram til að losna við samkepni frá þeim), fyrir útsölustaði handa félaginu. Nú leigði frkvn. Jóns-búð öðrum, er kaupir vörur hjá félaginu. Skattanefnd Rvíkur hafði gert félaginu 255 kr. tekju- skatt. Yfir því kærði frkvn. (eftir tillögu B. B.) og borgaði ekki skattinn; fór það svo í mál, og vann fé- lagið. Þá var jafnframt bent á, að útsvarið á félagið i Rvík væri ósanngjarnt, og mótmælt að greiða útsvar í Bn. án dóms — (hefur aldrei verið greitt). Árið 1910; 9 fundir. Leigulóðin í Bn. var orðin of þröng. Var hún nú aukin með því að fylla upp út í fjöruna, er kostaði 900 kr. Lóðareigandi borgar þar af 500 kr. (gefur eftir 10 ára lóðarleigu, sem er 50 kr. árl.). Hlaðinn upp sjóvarnarbakkinn framundan lóðinni í Rvík. Keyptur nýr bjúgnareykingarofn. Umbætt loft- rás o. 11. i sláturhúsunum, bæði i Rv. og Bn. Samfund-

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.