Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 84

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 84
242 Ritsjá. [IÐUNN Guðm. Friðjónsson: Tíu sögur. Rvík 1918. Útg. Sig. Kr. Parna eru nú tíu sögur eftir Guðin. Friðjónsson ofan á pær tólf, sem áður voru komnar. Sumar af sögum pessum eru ágætar, sumar miður góðar, sumar alls engar »sögur«’ heldur að eins mannlýsingar og sveitalýsingar, ádeilur eða jafnvel líkingar. En pær geta auðvilað verið jafngóðar fyrir pað — á sína vísu. Svo er um fyrstu söguna — Afa og ömmu. Pað er aðallega æskuminning og mannlýsing. Otrúlega snemma man sögumaður eftir sér — »nýlega farinn að ganga einn saman og hjálparlaus, klæddur rauðri blússu og vaggaði mikið á bognum beinkramarfótum«. Fæstir hugsa ég að muni svo snemma eftir sér. Pá er lýsingin á afa og önimu fremur óhefluð. Bótin er að petta eru mannkosta mann- eskjur, enda sýnilega til pess ætlast, að pær beri af ílestum peim, sem siðar er lýst. Ádeilusögurnar eru helztar: Malpoka-Mangi, er deilm á kvenfrelsisbreddur, sem eru sóðar og svarkar heima- fyrir, en tala á mannfundum um háttprýði og hreinlæti; Neistaflug, sem deilir á sjálfstæðismann og Goodtemplara, er pykist vera, en er pólitiskur vindhani, óreglumaður og brennuvargur í tilbót, en er pó sungið óspart lof í blöðum sinum og fær Carnegie-verðlaun i ofanálag; Mannamót, sem er ádeila á allan lausalopaskapinn í landinu í líki Jóns frá Alviðru, manns sem gengið heflr bæði á búnaðarskóla og kennaraskóla, en kann hvorki að búa né kenna, en rifur kjaft á mannamótum og er sérstakt »slangurmcnn>« á undan öllum •kosningum; og loks Tólfkongavit, er leiðir oss fyrir sjónir kjósendalýðinn í landinu — af verri endanum pó. Margt er vel sagt í ádeilum pessum, en sögur geta pær naumast kallast og eiga lítið skylt við verulega list. Svo er ein hálfgildings-draugasaga »Frá Furðu- strönd«, orðin til út af Wilsons vélinni frægu, er menn, kunnugir á Englandi, segja, að hafl verið tómtgabb (blujfh pótt henni væri hér heima haldið mjög á lofti og tekið sem visindalegri sönnun fyrir andatrúnni. Sagan cr pessi alkunna, að maður pykist eiga fyrir víst að drukna, flýr á annað landshorn til að forðast pað og — druknar pm Hálf léleg saga og hjátrúarkend. Pessu næst nefni ég pær sögurnar, sem beztar eru.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.