Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.05.1937, Qupperneq 26
184 Sigtryggur Guðlaugsson: KirkjuritiS. Sæbólskirkja. gerði kirkjuteiknari rikisins; býgg'ingu framkvæmdi Torfi Hermannsson trésmiður í Reykjavík. Kirkjan er turnlaus, með steyptum krossi á framstafni. Fremst í liúsinu er lítil forkirkja i miðju, en smáklefar til beggja hliða hennar, annar fyrir útiklæðnað kirkjufólks, liinn fyrir áliöld, eldsneyti, o. s. frv.; klukkur þar uppi í mæni. Inn af er kirkjan undir hláhvítri hvelfingu með gyltum stjörnum í rammareitum. Við austurgafl er altarið, nokkuð af því inni á milli tveggja súlna vegg- fastra, er dragast saman i hringboga uppi undir hvelf- ingunni. En innan í honum er í stað altaristöflu hvítmál- aður kross yfir altarinu, og bak við hann komið fyrir ljósi, sem slær bjarma á geislamálaðan vegginn. Utan- vert við súlurnar eru lægri bogar til hliðveggja. Ofn er undir öðrum þeirra (reykbáfur í súlunni), en uppganga í prédikunarstólinn undir hinum. Skrúðaskápur er þar í súlunni. Grátur, gluggakarmar (með litlu gleri) og sætabríkur er alt bogadregið í samræmi við hvelfing liússins. Kirkjusæti taka 50 manns, en gangur líka breiður.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.