Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 69

Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 69
Kirkjuritið. 63 Aðalfundur Prestafélags Austurlands 'ar að þessu sinni haldinn að Ketilstöðura að Völlum dagana —12. september. Að lokinni bænagerð, er prófastur Jakob Einarsson að Hofi 1 Vopnafirði stjórnaði, setti séra Pétur Oddsson frá Djúpavogi undinn og kvað til fundarritara séra Marinó Kristinsson að Valþjófsstað. Mintist hann prófastsins, séra Stefáns Björnssonar frá Eski- brði, er nýlega var látinn og setið hafði i stjórn félagsins frá stofnun þess. Vottuðn fundarmenn hinum látna starfsbróður virðingu sína með því að rísa úr sætum sinum. Mintist hann einnig þeirra breytinga, sem orðið höfðu á árinu, á starfsliði airkjunnar á félagssvæðinu, að öðru leyti. Séra Sigurjón Jónsson frá Kirkjubæ hóf þá umræður um Prestskosningarlögin, og eftir nokkrar umræður samþykti fund- Urinn einróma svohljóðandi fundarályktun: ..Aðalfundur Prestafélags Austurlands telur núgildandi prests- 'osningalög algjörlega óviðunandi jafnt frá siðferðilegu og stétt- æeu sjónarmiði séð. Fundurinn skorar því eindregið á kirkjustjórnina að beita Ser fyrir því, að núgildandi prestskosningalög verði hið fyrsta uumin úr gildi. í þeirra stað fái söfnuðir, er prestakall losnar, jett til að kalla sér prest, og sé sú köllun bundin við vilja meiri umta safnaðar. Verði prestur við köllun, sendir biskup köllunarbréfið til ruðuneytisins, er veitir þá þegar embættið samkvæmt þvi. Hafi söfnuði þar á móti ekki tekist að kalla sér prest, skal mkup setja prest til að þjóna prestakallinu 1 ár. Hafi köllun 'Ug! tekist innan þess tíma, skal biskup auglýsa brauðið til um- soknar og veita það að öðru jöfnu samkvæmt embættisaldri“. Séra Pétur Magnússon að Vallanesi hafði framsögu um Presta °g stjórnmál“. Að umræðum loknum var samþykt eftirfarandi fundarályktun: •.Aðalfuudur Prestafélags Austurlands lítur svo á, að nauðsyn ”l-r' H1 þess að prestar landsins bindist samtökum um raunhæfari ^ðíeiðir af hálfu prestastéttarinnar en beitt hefir verið, til þess vinna gegn stjórnmálaspillingu þeirri, sem er nú orðin ein mesta hindrunin gegn því, að starf prestanna fyrir trú og sið- gæði beri tilætlaðan árangur“. Þriðja umræðuefni fundarins var „Húsvitjanir“. Séra Jakob Einarsson prófastur flutti fyrirlestur um þær, en

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.