Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 14

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 14
12 KIRKJURITIÐ úruvísindanna á 18. öld. Frjálslynd guðfræði er tilraun til að brúa þetta djúp. En nú er þó andrúmsloftið andlega orðið breytt. Tvær tortímandi heimsstyrjaldir hafa kreppt að anda frjálslyndisins, bjartsýninnar og skynseminnar, sem frjálslyndur kristindómur er frá rimninn. Þess er brýn nauðsyn, að frjálslynd guðfræði verði endurnýjuð. Og hún verður endurnýjuð, af því að frjálslynd kristin trú er enn í lifandi gildi um heim allan. Þrettánda þing Alþjóðasambandsins fyrir frjálsan kristindóm og frelsi í trúmálum í Amsterdam í sumar hefir sannað, að þetta er rétt og satt. Endumýjun frjálslyndrar guðfræði á að miðast við fernt: 1. Guðfræði hennar á að vera biblíuleg. Biblían á að vera undirstaða hennar, einkum guðspjöllin um Jesú Krist. Þar er grundvöllur þekkingar vorrar á Guði. 2. Skilningurinn á opinberuninni á að vera andlegur, þ. e.a. s. innblástur- inn er jafnframt runninn frá trúarreynslu mannshjartans. 3. Guðfræðin verður að beita rökum og gagnrýni, því að fyrir henni vakir að laða efagjarna og hugsandi menn að kristinni trú. 4. Hún miðar við mennina og mannlegar aðstæður, því að trúboðið mistekst, ef ekki er miðað við það að leiða mennina til hamingju og sælu. Inntak nýrrar frjálslyndrar guðfræði á að vera sem hér segir: 1. Hún á að halda guðshugmyndinni hátt á lofti, svo að hún verði ljós og lifandi. 2. Hún á að veita hjálp nútímakynslóðinni, sem misst hefir trúna á mannkyninu, með því að blása nýjum anda i lífsskoðun hennar á manninum. 3. Hún á að endumýja skilning sinn á Kristi, ekki með heilabrotum, heldur með því að leitast við að lifa eftir lögmáli Krists, Kristur á að vera lögmál vort, andlegt lögmál. 4. Hún á að varpa skærara ljósi yfir skilninginn á sög- unni með því að sýna það, að hugsjónin um staðreynd guðsríkisins á að vera mark og mið allra starfa mann-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.