Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 44

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 44
250 KIRKJURITIÐ á hnjám sér, en ekki náðu þeir til gólfsins með fótunum, þótt báðir væru hávaxnir, svo djúpar voru gryfjurnar. En hér var ekki í annað hús að venda. Hér var ekki um það eitt að ræða að gegna embætti og leggja hendur í skaut þess á milli. Hér blasti við, auk embættisanna, sjálf baráttan fyrir hinu daglega brauði. Út í þá baráttu lögðu hin ungu presthjón með djörfung og bjartsýni. Þau virð- ast þegar í stað hafa unnið sér velvild og traust sóknar- fólksins. Bændur í dalnum buðust til að setja gólf í bað- stofuna á Bergstöðum og bæta stafgólfi við suðurenda hennar. Komst þetta þegar í verk fyrsta sumarið. Séra Stefán var 24 ára, er hann tók við prestakalli á Bergstöðum. Hann var manna glæsilegastur að vallar- sýn, hár og grannur, fríður sýnum og vel eygður, virðu- legur og þó jafnframt alúðlegur í viðmóti. Með komu hans varð gerbreyting á kirkjusöng í sókninni. Hann kenndi fólki nýju sálmalögin, en grallarinn hvarf úr sög- unni. Glæsileik séra Stefáns fyrir altari var jafnan við brugðið. Hin mikla, en hljómþíða rödd hans fyllti kirkj- una og setti óvenjulegan hátíðablæ á hverja guðsþjónustu séra Stefáns. Frú Þorbjörg var fremur lág vexti, gáfuð og fríð sýn- um, hæglát í framgöngu, en stjómsöm húsmóðir. Bæði vom þau framandi í héraðinu og frændlaus. En þau komu með hressandi lífsloft inn í hina afskekktu, búsældarlegu dali Húnavatnssýslu. Bæði lifðu þau og störfuðu þar til hinztu stundar. Á Bergstöðum voru þau í tíu ár, frá 1876—1886. Mörg árin vom hörð, og landfarsóttir geisuðu hvað eftir annað. Frostaveturinn mikli var 1880—81 og mislingavorið 1882. Barnaveiki og kíghósti stráfelldi líka börn og unglinga á þessum árum. Af sex börnum, sem þau hjón eignuðust á Bergstöðum, dóu f jögur og auk þess fósturbam. Einnig dóu hinar ungu frænkur þeirra, Hildur og Þórhildur, sem áður vom nefndar, og Hildur Eiríksdóttir, tengda- móðir séra Stefáns.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.