Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 12
298 KIRKJURITIÐ Finnirðu ekkert nýtt í því gamla og ekki heldur í hverjum nýjum degi, sem þér er gefinn, þá er alveg áreið- anlegt, að þú ert sjálfur steinrunninn. kaldur og tómur, — dauður, — en ekki tilveran í kringum þig. Sjálfur Drottinn sagði, að við skyldum nema hina æðstu speki af blómunum á jörðinni og fuglum loftsins. Hann sagði: „Nýtt boðorð gef ég yður, þér skuluð elska hver annan á sama hátt og ég hefi elskað yður.“ Er ekki einmitt kærleikurinn, elskan sjálf, ný opinberun í lífi hvers einstaklings? Enginn getur kennt öðrum að elska, ástin verður að spretta upp í hjarta mannsins sjálfs, streyma inn í hjarta mannsins frá sjálfum höfundi tilverunnar, hinum eilífa kærleikans Guði. Þannig fæðist trúin, guðssamfélagið, og allt, sem göfug- ast er og bezt í hjarta mannsins. Það eru allt gjafir Guðs, hverjum, sem þiggja vill. Mennirnir geta aðeins hlúð að, hjálpað og styrkt, ekki aðeins fámenn stétt manna, heldur hver sá, sem finnur, að hann er til ábyrgðar kallaður, hvort sem er faðir eða móðir, bróðir eða systir, fræðarinn eða nemandinn. Við spyrjum því ekki í dag, heldur fullyrðum: Hann, Drottinn Jesús, er sá, sem kom og koma á til að gefa okkur mönnunum lögmál kærleikans, náð Guðs og endur- lausn, skrá í hjörtu mannanna hinn eilífa sannleika Guðs, að frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Ég trúi því, að það sé geysilega merkilegt hlutverk að hafa tekið við þessum boðskap frá fortíðinni, geyma hann og varðveita og flytja hann í samtíð sinni og senda hann áfram inn í framtíðina.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.