Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 35
PRESTASTEFNAN 1955 321 að hækka árlegt framlag til sjóðsins. Ætti að mega vænta þess af næsta Alþingi. Breytingartillaga var borin fram á lögunum um skipun prestakalla, þannig að skipa megi varaprest til þjónustu í for- föllum sóknarpresta eða í prestslausum prestaköllum. Tillagan komst gegnum efri deild og úr nefnd í neðri deild til annarrar umræðu. Tveir þingmenn, þeir Jón Pálmason og Páll Þorsteinsson, báru fram breytingartillögu til lagfæringar á ákvæðum í lög- unum um eignarnám prestssetursjarða. Komst hún í gegnum uefnd í neðri deild. Þá kom fram á þingi samkvæmt ósk kirkjumálaráðherra frumvarp til laga um kirkjuítök og sölu þeirra. Á andvirði þeirra að renna til kirkna þess prestakalls, þar sem presti ber afnotaréttur ítaksins, og skiptist jafnt milli þeirra. Mennta- málanefnd neðri deildar bar frumvarpið fram skv. beiðni kirkju- málaráðherra og komst það gegnum fyrstu umræðu. Kirkjumálaráðherra hefir — auk Skálholtsnefndar — skipað þrjár nefndir, er vinni að kirkjulegum málum. Skálholtsnefnd, sem skipuð var til þess að gera tillögur um endurreisn Skálholts í samvinnu við biskup, hefir haldið marga fundi og valið að framkvæmdastjóra prófessor Magnús Má Lárusson. íbúðarhús fyrir bónda á staðnum hefir þegar verið reist og er tekið til notkunar þessa daga. Lokið hefir verið við fjósbyggingu og ný hlaða reist við hana. Ný vatnsveita hefir verið lögð, og verður fullgjörð í þessum mánuði. Tún hefir verið stækkað um 10 hektara. Húsameistari hefir gjört tillöguuppdrátt að kirkju og prestsseturshúsi. Áformað er að gjöra nýja heimreið á staðinn á þessu sumri og gróðursetja skóg. Væntanlega verða hafnar á næstunni byggingarfram- kvæmdir og unnið að hitaveitulögn og rafmagns. Undirbúningsnefnd kirkjulegrar sýningar, er haldin verði sumarið 1956. í henni eru: Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, formaður, séra Guðmundur Sveinsson og Skarphéðinn Jóhanns- son húsameistari. Undirbúningsnefnd Skálholtshátíöar. Hún á að annast í sam- ráði við biskup undirbúning hátíðahaldanna á níu alda afmæli biskupsstóls í Skálholti. í henni eru þessir menn: Séra Sveinn 21

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.