Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 27
PRESTASTEFNAN 1955 313 alls 203158.96 kr. á árinu 1954. Þrátt fyrir þessi lán getur Hinn almenni kirkjusjóður veitt talsverða hjálp á þessu ári og vonandi fullnægjandi, því að nú er einnig Kirkjubygginga- sjóður tekinn til starfa. Kirkjubyggingarsjóöur fékk snemma í maímánuði greiddar úr ríkissjóði 500000,00 kr. og fóru þá fram lánveitingar úr honum. Stjórn sjóðsins skipa: Biskup, formaður, séra Gunnar Árnason og séra Sveinbjörn Högnason prófastur; en séra Sveinn Víkingur skrifstofustjóri er framkvæmdastjóri. Úthlutað var til vaxtagreiðslna af eldri lánum til kirkjubygginga og endurbóta eldri kirkna 41889.99 kr. og byggingarstyrk til níu kirkna samtals 450000,00 kr. Ákvað sjóðstjórnin sökum lítilla fjárráða en mikilla lánbeiðna að haga svo starfi: a. Að kirkja fái þá fyrst lán, þegar hún er komin undir þak. b. Að kirkja skuli, þegar hún er fullbúin eða vígð, hafa fengið sem næst hálfa lánsfjárhæð þá, sem heimilt er að veita henni samkvæmt lögunum um Kirkjubyggingasjóð. En á næstu árum eftir það, er kirkjan er fullgerð, er ætlazt til þess, að hún fái lánsfjárhæðina alla Sökum mikils fjárskorts miðar byggingu prestsseturshúsa mjög hægt áleiðis, og verður enn sem fyrr að velta skuldum frá ári til árs. Lokið er nú að kalla byggingu prestseturshús- anna að Fellsmúla og Hólmavík. Og keypt hafa verið tvö prestsseturshús, annað fyrir prestinn í Hrísey og hitt fyrir prestinn í Háteigsprestakalli í Reykjavík. Stækkun og aðrar endurbætur hafa farið fram á prestseturshúsunum að Ofan- leiti í Vestmannaeyjum, Mælifelli, Melstað, Útskálum og Grinda- vík. Bygging nokkurra nýrra prestseturshúsa mun hafin á þessu sumri, og er sums staðar þegar hafin: Að Hvoli í Staðarhóls- þingum, Holti í Önundarfirði, Prestsbakka í Hrútafirði, Patreks- firði, Grenjaðarstað, stækkun allmikil. Fjórir nýir kirkjukórar hafa verið stofnaðir samkvæmt skýrslu söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Urðakirkju, Hofskirkju í Öræfum, Stóra-Núpskirkju og Kirkjuvogssóknar. Þeim kirkjukórum fjölgar stöðugt, sem syngja ekki aðeins við guðsþjónustur, heldur annast einnig söng við allar meiri-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.