Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 24
310 KIRKJURITIÐ uði við Háskólann hér. Lauk embættisprófi í guðfræði vorið 1954. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson, er vígður var til Háls- prestakalls í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi 5. júní. Hann er fæddur í Hafnarfirði 25. október 1927. Foreldrar: Guðjón A- Sigurðsson, bóndi að Gufudal í Ölfusi, og Þórunn Guðmunds- dóttir, kona hans. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík vorið 1950 og embættisprófi í guðfræði í janúar 1954. Hann er kvæntur Kristínu S. Gunnlaugsdóttur úr Reykjavík. Séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson, er vígður var til Kol- freyjustaðarprestakalls í Suður-Múlaprófastsdæmi 5. þ. m. Hann er fæddur í Reykjavík 12. júní 1925. Foreldrar: Kristmundur B. Þorleifsson gullSmiður og kona hans, Guðrún S. Kjartans- dóttir. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík vorið 1945. Stund- aði guðfræðinám 1952—1955. Lauk þá í janúarmánuði embættis- prófi í guðfræði. Hann er kvæntur Þórhildi Gísladóttur úr Garðinum í Gerðahreppi. Þessi nýju presta býð ég hjartanlega velkomna til starfa fyrir kirkjuna og bið þeim blessunar Guðs. Náð hans og máttur fylgi þeim í lífi þeirra, svo að þeir þjóni honum í verki og sannleika. Enn hafa þessir prestar fengið veitingu fyrir prestaköllum: Séra Kristján Róbertsson fyrir Akureyrarprestakalli í Eyja- fjarðarprófastsdæmi frá 1. nóvember að telja. Séra Rögnvaldur Finnbogason fyrir Bjarnanessprestakalli 1 Austur-Skaftafellsprófastsdæmi frá 1. desember. Séra Ragnar Fjalar Lárusson fyrir Sigluf jarðarprestakalli i Eyjafjarðarprófastsdæmi frá 1. febrúar. Séra Grímur Grímsson fyrir Sauðlauksdalsprestakalli í Barða- strandarprófastsdæmi frá 1. júní. Séra Þórir Stephensen fyrir Staðarhólsþingum í Dalapro- fastsdæmi frá 1. júní. Aðrar breytingar á embættaskipun þjóðkirkjunnar hafa verið þær, að tveir prófastar hafa verið skipaðir, séra Siguröur Stefánsson á Möðruvöllum, í Eyjafjarðarprófastsdæmi frá 1- nóvember að telja, og séra Gunnar Jóhannesson á Skarði, í Ár-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.