Kirkjuritið - 01.06.1961, Side 36

Kirkjuritið - 01.06.1961, Side 36
274 KIRKJURITIÐ — útbreiddur faðmur Krists á krossinum jarteinar misknnn lians, Armar krossins „merkja tvenna ást við guð og menn“. Siðaskiftafrömuðirnir Lúther og Kalvín brutu blað í þessu efni, eins og fleiru. Biblíuskýringar þeirra miðuðust meira við að finna Iiinn eiginlega boðskap böfundanna sjálfra, eða Biblí- unnar í lieild, þó að þá skorti að sjálfsögðu þá þekkingu, sem vísindamenn seinni tíma bafa yfir að ráða, til að geta gert sér grein fyrir afstöðu Biblíuritanna til trúarsögunnar í lieild. Hins vegar verður ekki sagt, að fylgjendur þeirra Liitliers og Kalvíns liafi fetað að öllu leyti í fótspor þeirra, og liin lútlierska rétt- trúnaðarstefna lenti tvímælalaust út á villigötur í tilraunum sínum við að samræma kenninguna um bókstaflegan óskeikul- leik Biblíunnar annars vegar og frjálsa gagnrýni binsvegar, og ýmsir kusu því heldur að fara bina fornu leið táknskýringar- innar. Svo sem bér hefir verið rakið, er bin táknræna skýringarað- ferð sprottin af ])ví, að menn töldu forn helgirit, fyrst Hómer, og síðan Gamla-testamentið, liafa að geyma dulda merkingu, utan og ofan við bókstafinn. Síðan var sama aðferðin liöfð öld- uin saman í sambandi við Nýja-testamentið einnig. — En það var einnig annað vandamál, ])essu skylt, sem blaut að liafa áliril á kirkjulegt líkingamál og notkun þess. Það var sambandið milli Gamla-testamentisins og Nýja-testamentisins. Fornöldin bafð’i ekki sama söguskilning og vér. Hún lagði ekki álierzlu á þróun sögunnar, þar sem smáir og einstakir atlmrðir mynduðu framrásina, eins og fjöldi lækja myndar stóra elfi. Það voru einstakir stóratburðir og persónur, sem gnæfðu yfir, og mynd- uðu siiguua. Nú var það eitt af séreinkennum Gyðinglegrar bugsunar, að litið væri á sjálfa þjóðarsöguna sem opinberun xim vil ja Guðs. 1 sögunni var að finna allt í senn, aðdraganda kom- andi atburða, spádóm um framtíðina, von til bins ókomna og vitnisburð um stjórn og forsjón Guðs. Þannig var það skoðun Jesú og rithöfunda frumkristninnar, að starf bans og kenning væri beint frambald af því, sem bið Gamla-testamenti fæli í sér. En |)á blaut að vakna sú spurning, bvernig ])essu sambandi væri liáttað. Mjög snemma hefir sú skoðun orðið ríkjandi, að bið nýja testamenti væri fólgið í liinu gamla með þeim hætti, að þar mætti finna fyrirmyndan margs þess, er síðar gerðist. f sögunni ríkir lögmál endurtekningarinnar að vissu marki, þann-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.